Reglur Síðunnar

Heimilt er að nota efni af síðunni. 
1.Geta verður heimildar, þannig að heimildin sé jafnframt tengill inná www.aflafrettir.is
2. Bannað er að taka einstaka lista og birtar annarstaðar.  en nota má efni úr listunum í fréttir

   

13.05.2012 17:46

Steinunn SH með 55 tonn

skrifað 13.5.2012

Hún var svipuð og á þessari mynd

Haukur

Eins og kemur fram í fréttinni að neðan um mokveiðina hjá dragnótabátnum Steinunni SH þá komu þeir með að landi 55 tonn og deginum eftir 65 tonn.  sá túr tók aðeins 10 tíma höfn í höfn.  og fengu þeir þann afla í 3 hölum.  fyrst 5 tonn, síðan 25 tonn og svo 35 tonn.  

 
Líka er forvitnilegt að heyra að á sínum tíma þegar Halldór Jónsson lét smíða 3 báta þá var einn þeirra með nafninu Steinunn SH.  Sá bátur var seldur til Hornafjarðar og hefur síðan þá haldið því nafni þar, reyndar á ansi mörgum bátum.  Því er kanksi forvitnilegt að velta því fyrir sér að hefði halldór selt einhvern annan bát til Hornafjarðar? hvað myndi þá Steinun SF heita í dag?  
 
Allvega hérna að neðan er mynd af Steinunni SH þar sem verið er að landa 55 tonnum úr bátnum.  Hvíta skammdekkslínan er kominn í kaf og því má kanski gera sér í hugarlund hversu mikinn signn báturinn hafi verið þegar þeir komu með 65 tonn að landi.
 
Mynd Árný Bára Friðriksdóttir

Tenglar