Reglur Síðunnar

Heimilt er að nota efni af síðunni. 
1.Geta verður heimildar, þannig að heimildin sé jafnframt tengill inná www.aflafrettir.is
2. Bannað er að taka einstaka lista og birtar annarstaðar.  en nota má efni úr listunum í fréttir

   

Færslur: 2009 Október

31.10.2009 02:52

Freyr SU 122

Páll á Ástu GK sendi mér mynd af eikarbátnum Freyr SU 122.

Báturinn var smíðaður árið 1953 í Keflavík og mælist 5.53 brl. 

fyrst er reyndar getið um bátinn árið 1962 og þá undir nafninu Kópur KÓ 7.
23.  mars árið 1962 fær hann nafnið Kópur GK 311 og er gerður út í höfnum.
Þar var hann gerður til ársins 1976 er hann var tekin af skipaskrá.
Báturinn var endurskráður í desember árið 1979 þá undir nafinu Sigþór RE 131.
í apríl 1986 fær hann nafnið Freyr RE 138.
árið 1995 báturinn með nafnið Freyr KE 99 og í desember það ár fær báturinn Freyr SU 122 nafnið.

Mynd Páll á Ástu GK.

Einhverjar aflatölur á ég til um bátinn.  og t.d árið 1991 þá var heildarafli bátsins 16 tonn að mestu fengið í júní.
1996 var aflinn hjá bátnum 41 tonn.
Ef ég fer lengra aftur í tíimann
þá má nefna að árið 1963 þá fór báturinn í 81 sjóferð og var með 34 tonn eða um 400 kíló í róðri,  
 
árið 1964 þá fór báturin í 71 sjóferð og va rmeð 41 tonna afla eða um 570 kíló í róðri.

árið 1967 þá landaði bátuirnn 25 tonnum og þar af var hann með 11 tonn í 21 róðri í maí það ár.

Þess má svo að lokum geta að þessi bátur er minnsti báturinn sem ég hef fjallað um aflalega sé.  þrátt fyrir að heildartala sé ekki til.

28.10.2009 16:59

Reykjarborg RE 25

skrifað 28.10.2009

 

Þessi mynd að neðan er tekin árið 1976 þegar Alli var á Ásbergi RE,  og þarna eru þeir að leggja frá Nordglobal og Reykjaborgin RE er næst á eftir til löndunar. 

Mynd Aðalsteinn Sveinsson

28.10.2009 03:48

Annað. í október

skrifað 28.10.2009

 • ja nú veit ég ekki. þetta er ágætis spurning

  Gísli,R

  (ip:78.40.248.116)

 • 28.10.2009

  Er það rétt að það fáist aðeins 5 krónur fyrir sæbjúgun?

  Agnar

Listi númer 1.

Hingað til þá hef ég aldrei fjallað um skrapveiðararnar eða gildruveiðarnar.  er ég þá að tala um ´sæbjúgu, beitikóng og ígulkerjaveiðarnar. 
ætla að gera smá tilraun hérna með að búa til lista um þessa fáu báta sem eru að stunda þessar veiðar.
Nokkra athygli vekur að Sæfari ÁR er austur á Eskifirði við veiðar á sæbjúgu enn þetta er í fyrsta skitpi sem sæbjúguveiði er frá austfjörðurm.  þess má geta af allur aflinn af Sæfara ÁR er ekin til þorlákshafnar þar sem hann er unnin.
 

Sæti Nafn Afli Róðrar Mest Lönduarhöfn Tegund afla
1 Hans Jakop GK 50,255 7 11,5      Sandgerði Sæbjúga
2 Hannes Andrésson SH 43,778 6 9,2      Bolungarvík Sæbjúga
3 Sæfari ÁR 42,164 6 9,9      Eskifjörður Sæbjúga
4 Arnar í Hákoti SH 32,665 14 3,6      Grundarfjörður Beitukóngur
5 Valur ÍS 22,003 3 11,1      Sandgerði Sæbjúga
6 Fjóla SH 13,234 12 1,4      Stykkishólmur Ígulker

26.10.2009 20:56

Kafbáturinn Rifsari SH!!!!

skrifað 26.10.2009

 

var að reikna dragnótabátanna og rak í rogastans þegar ég sá einn róðurinn hjá Rifsara SH.  Hann var búinn að vera í Bolungarvík ásamt Steinunni SH þegar risastóri róðruinn kom .  41.4 tonn eru skráð á bátinn eftir einn róður þann 17.okt.  Ef þetta er rétt tala þá er þetta stærsta einstaka löndun Rifsara SH líkegast frá upphafi. 
Ég ætla að vona að einhver hafi náð myndum af Rifsara SH  með þennan gríðarmikla afla.  ´Myndi glaður vilja sjá bátinn með þennan afla og kanski fleiri myndi vilja sjá bátinn með þennan afla.


Mynd Stefán Ingvar Guðmundsson Vélstjóri á rifsara SH.  tekið veturinn 2009.  fleiri myndir eru í albúminu.

25.10.2009 19:17

Máni HF

skrifað 25.10.2009

 

Þegar ég var að byrja mitt bryggurölt þegar ég var á 11 árinu þá var í Sandgerði gerðir út mjög svo margir bátalónsbátar.  og voru þeir svo til í öllum litum .  Hefur mér alltaf fundist bátalónsbátarnir eins og myndin er af alltaf hafa verið mjög svo fallegir bátar og ekki sakaði að sjá þá með fullfermi af fiski.
Þarna er Máni HF að koma til Sandgerðis, myndin tekin eitthvað í kringum 1990. Máni HF var gerður út frá Sandgerði á línu og netum mjög margar vetrarvertíðir.  Fiskaði mjög vel á netunum og ekki ósjaldan sem ég sá Mána HF koma drekkhlaðin til hafnar.

Mynd Gísli Reynisson

24.10.2009 10:05

Sveinn Jónsson KE

skrifað 24.10.20

Er að vinna í að skanna inn safnið frá Vestmannaeyingnum sem ég mun fjalla um síðar. í millitíðinni þá á ég nú eitthvað sjálfur gamalt efni sem ég kem með hérna.
Hérna er mynd sem ég tók af Sveini Jónssyni KE koma til Sandgerðishafnar.  ég er ekki með árið á hreinu hvaða ár þessi mynd er tekinn.  Sveinn Jónsson KE var eins og kanski flestir vita gríðarlega mikið aflaskip og var oft á tíðum inná topp 10 hjá aflahæstu togurunum yfir árið.  Þegar Haraldur Böðvarsson yfirtók Miðnes HF þá hvarf Sveinn Jónsson KE úr flota Sandgerðinga.

Mynd Gísli Reynisson

23.10.2009 08:43

Með netin í Skrúfunni

skrifað 23.10.2009

 

Greint var frá því á fréttamiðlum að Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd hafi verð kallað út í gær vegna 200 tonna netabáts sem hafði fengið netin í skrúfuna ekki var getið nafns á bátnum enn ég gat getið mér til um að um væri að ræða Guðrúnu Guðleifsdóttir ÍS.   Guðrún Guðleifsdóttir ÍS sem legið hafði við bryggju í um 4 ár er nefnilega komin aftur á veiðar og var búinn að landa tæpum 15 tonn um í 4 róðrum,
Á myndasíðu Joppa og Gumma. http://jobbioggummi.123.is/.  Má sjá myndir sem eru teknar þegar Guðrún Guðleifsdóttir ÍS er tekin í tog 18 sjómílur vestur frá Skagaströnd.

Mynd Jobbi og Gummi tekið þegar báturinn var að fara frá Skagaströnd núna í október í róður

20.10.2009 14:36

Hvað er ein komma milli vina :) hehe

skrifað 20.10.2009

 

Jahá.  á nýjasta listanum í flokki smábáta yfir 10 BT, þá skeði það að ein komma , var sett á vitlausan stað og gerði það að verkum að afli eins bátsins jóks svo um munaði,
Sverrir sá það og bendi mér á það.  Auður Vésteins GK er aflabátur en kanski ekki svona að hann geti komið með 312 tonn í 5 róðrum.  62 tonn í róðri.  hmmm.

62 tonn í róðri á 15 tonna báti.  ??. 

Er annars búinn að leiðrétta misstökin en skemmileg villa bara útaf einni kommu.

Mynd Rafn á Óla á Stað GK

20.10.2009 09:32

Nýtt útlit og fleira

skrifað 20.10.2009

 

Er að fikta með að nýtt útlit á síðunni og er ágætlega sáttur við þetta útlit þrátt fyrir að það sé kanski heldur mjótt.  væri gaman af menn hefðu skoðun á þessu nýja lúkki.

Og eftir nokkrar daga eða viku þá kemur nýtt myndasafn frá Vestmannaeyingi sem var á meðal annars Guðmundi VE, Sighvati Bjarnarssyni og Suðurey VE svo dæmi séu tekin.  Fjalla nánar um hann síðar.  hátt í 200 mynd.  Þangað til minni ég á myndasafnið hans Aðalsteins Sveinssonar sem er hérna á síðuÍ flokkunm undir nafinu "Myndir frá Alla"

Annað frá því ég stofnaði síðuna fyrir um 2 árum síðan þá hef ég ekki verið með neina naflaskoðun á því hvort menn skrifi undir nafni eða ekki.  í fyrra voru t.d oft ansi harðvítugar skoðanir hérna á síðunni meðal annars frá nafnlausum mönnum.  Það´má segja að það sé allt leyfilegt hérna .


SVo að lokum þá er veriðað vinna í smá tæknilegu atriði fyrir mig og er ég að reyna að setja inn hérna ákveðin hlut á síðuna eða sem tengist henni og verður það þá í fyrsta skpti innan 123 kerfsins sem svoleiðis hlutur er settur í gang.  meira um það síðar þ.e.a.s ef allt gengur upp tæknilega séð.

18.10.2009 18:46

Loðnuveiðar á Alberti GK

skrifað 18.10.2009

 

 • jamm

  gr

  (ip:213.181.104.195)

 • 18.10.2009

  Þetta er Bergur VE 44. 
  Glófaxi í dag.

  Steini

  (ip:157.157.107.159)

 • 18.10.2009

  Það er erfitt að segja. Máfurinn er ákkúrat fyrir fyrri hlutanum af merkinum á bátnum. 

  Annars mjög flott mynd Er ekki Sigurður RE þarna lengst til hægri. þennan til vinstri þekki ég ekki alveg

  Gunnar Þ.

  (ip:78.40.248.116)

 • 18.10.2009

  Er þetta nokkuð Bergur VE

  Hafþór

  (ip:85.220.40.219)

Hérna kemur ein frá Alla sem er tekin á Alberti GK á loðnuveiðum 1978.  líklegast er Gullberg VE næst Alberti GK. 


Mynd Aðalsteinn Sveinsson

14.10.2009 21:35

Árið 1967.Bátarnir

 

skrifað 14

 

Rétt er að taka það fram að þetta yfirlit hérna að neðan miðast við landaðan afla á Íslandi.  Ekki eru í þessu Loðna né síld.  á eftir að fara í gegnum þær tölur.Það voru alls 1134 bátar sem lönduðu einhverjum afla árið 1967 og sá sem voru þeir 10 neðstu eftirfarandi.

Tryggvi EA  ekki skráð neitt númer  var með 47 kíló
Dúa SI frá Siglufirði var með 59 kíló
Von EA 34  var með 61 kíló
Höfrungur SK 123 var með 105 kíló
Alda SI 49 var með 138 kíló
Nakkur SU 380 var með 160 kíló
Flugan NS var með 179 kíló
Rúna EA var með 198 kíló
Veiðibjallan ÞH frá Húsavík var með 225 kíló
og Báran SH frá Ólafsvík var með 249 kíló.

Ég bað lesendur um að velta því fyrir sér hvaða skip hafi landað mestum afla og voru 3 sem gisku á Sæbjörgu VE,  2 Helgu Guðmundsdóttir BA og einn Jón Eiríksson SF. 
Allt fínar og réttmætar ágiskanir enda allt mikil aflaskip.
Í raun þá var staðan allt önnur.   
Jón Þórðarsson BA var aflahæstur báta árið 1967 og segja má að hann hafi stolið þeim titli af Sæbjörgu VE þar sem hún var hæst allra báta alveg fram í Desember.
Í desember þá landaði Sæbjörg VE 26 tonnum í 5 róðrum á línu en Jón Þórðarsson BA var með 111 tonn í 16 róðrum einnig á línu.

Hérna fyrir neðan er tafla yfir 30 hæstu´bátanna árið 1967 og þar kemur einnig fram 3 hæstu mánuðirnir hjá hverju báti fyrir sig.  Taflan ætti að skýra sig alveg sjálf

Eins og sést þegar taflan er skoður þá var besta veiðin í Apríl.  og í Mars þá varð Helga Guðmundsdóttir BA langaflahæst með um 550 tonn. 

Samt nokkur atriði sem vert er að nefna.  Rán AK og Andvari RE 101 voru á handfæraveiðum í júní.
Helga Guðmundsdóttir BA var aflahæst á vertíðinni.
Glaður KE var á dragnót í júli.  
  

 

 

 

 

Sæti Nafn Heildarafli 1.Mánuður róðrar 2.mánuður Róðrar 3.mánuður Róðrar
1 Jón Þórðarsson BA 80 1450 Mars..337 14 Apr..278 14 Feb..172 11
2 Sæbjörg VE 56 1398 Apríl..466 25 Mars..228 19 Maí..116 11
3 Andvari KE 93(landaði í vestmann) 1264 Apríl..413 30 Mars..235 17 Júní..138 7
4 Guðný ÍS 266 1180 Apríl..307 24 Jan..133 18 Mars..121 13
5 Sæunn GK 343(landaði í vestm) 1128 Apríl..422 30 Mars..244 21 Júní..98 6
6 Helga Guðmundsdóttir BA 77 1124 Mars..555 16 Febr...269 15 Apríl..204 13
7 Sif ÍS 500 1087 Apríl..296 23 Maí..157 14 Mars..131 12
8 Steinunn SH 207 1086 Mars..352 23 Apríl..210 24 Maí..131 12
9 Hamar SH 224 1061,93 Mars..244 21 Apríl..206 20 Jan..105 16
10 Jón Jónsson SH 187 1061,53 Mars..299 23 Apríl..168 22 Maí..165 14
11 Sólfari AK 170 1036 Apríl..428 9 Mars..329 11 Maí..135 5
12 Víkingur II ÍS 170 1015 Apríl..265 22 Maí..126 13 Jan..125 17
13 Stígandi VE 776 1015 Apríl..431 24 Mars..134 18 Sept..132 18
14 Þrymur BA 1011 Mars..360 14 Feb..171 11 Maí..157 2
15 Jón Eiríksson SF 100 977 Apríl..299 11 Mars..283 18 Feb..175 8
16 Geirfugl GK 66 968 Apríl..411 21 Mars..352 20 Maí..198 14
17 Eldborg GK 13 965 Apríl..362 22 Mars..285 19 Maí..157 14
18 Rán AK 304 959 Júní..216 8 Mars..134 15 Apríl..100 14
19 Glaður KE 67 949 Apríl..174 18 Mars..156 20 Júilí..137 18
20 Vísir KE 70 911 Apríl..268 21 Mars..166 23 Júní..157 9
21 Hópsnes GK 77 900 Mars..240 22 Apríl..218 22 Maí..171 18
22 Pétur Sigurðsson RE 331 (landar á Rifi) 896 Mars..404 22 Apríl..240 19 Febr..120 11
23 Gissur Hvíti SF 55 894 Apríl..308 15 Mars..304 18 Jan..82 12
24 Hrafn Sveinbjarnarsson II GK 10 892 Apríl..287 24 Mars..201 21 Okt..92 20
25 Heiðrún II ÍS 12 890 Apríl..281 23 Mars..134 13 Maí..98 9
26 Kap II VE 4 887 Apríl..339 23 Mars..138 20 Júní..85 9
27 Ísleifur ÁR 885 Apríl..351 25 Mars..225 20 Feb..97 14
28 Andvari RE 101 868 Júní..173 8 Mars..163 18 Apríl..149 19
29 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 865 Apríl..356 26 Mars..183 26 Feb..85 19
30 Hvanney SF 51 862 Apríl.396 22 Mars.247 14 Jan..49 10

 


Það er reyndar eitt að lokum.  hvaða bátur er Stærstur og hvaða bátur er Minnstur af þessum sem eru á listanum.  hægt að velta því fyrir sér.
Það er leyfilegt að nota uplýsingar úr tölfunni en verður að geta heimildar.
Og ekki er verra ef menn hafa eitthvað um þetta að segja. 

 

 

14.10.2009 03:10

Aldan RE 327 árið 1968

skrifað 14.10.2009

 

Þessi mynd passar ekki við umfjöllunina hjá þér, þessi bátur sem myndin er af var smíðaður hjá Básum í Hafnarfirði 1976.

Birgir Karlsson

Eins og kemur fram í stóru færslunni hérna að neðan þá mun ég fjalla nánar um árið 1967.  En í millitíðinni þá langar mér aðeins að að skoða einn bát sem ég valdi af handahófi frá árinu 1968.  Er að vinna í því ári núna að skrifa niður tölur. 
Báturinn sem varð fyrir valinu hét Aldan RE 327.
Þrátt fyrir að báturinn væri RE og þar með gerður út frá Reykjavík þá var sú höfn ekki beint hans aðallöndunarhöfn  heldur var það Sandgerði.
Aldan RE lagði nefnilega upp afla hjá Miðnesi HF.
árið 1968 þá hóf báturinn róðra í Febrúar og þá með línu.  Landaði hann tæpum 12 tonnum eftir 3 róðra.

Í Mars sama ár þá var báturinn áfram á línu og fékk 31 tonn í 9 róðrum eða um 3.4 tonn í róðri.

Ágætlega fiskaðist í Apríl en þá var Aldan RE enn á línu og fór í 13 róðra og fékk 43 tonn eða um 3.3 tonn í róðri.

Fram til 11 maí sem er lokadagur Vetrarvertiðar þá kom Aldan RE með 12 tonn í 6 róðrum á línu.

Skipti svo yfir á handfærin og landaði tæpum 8 tonnum eftir 4 róðra.

Eins og um svo marga handfærabáta sem gerðu úr frá suðvesturhorni landsins og þar með talið Akranes þá var ufsaveiðin mjög mikil hjá svo til öllum Handfærabátunum og Aldan RE var þar enginn undantekning.
Í Júní þá fór báturinn ekki  nema 2 róðra enn kom með 19.2 tonn sem gerir 9.6 tonn í róðri.

Þetta stutta yfirlit nær til Júliloka árið 1968 og þá var Aldan RE kominn vestur til Suðureyrar og gekk mjög vel þar .  landaði í 7 skipti samtals 50 tonnum.  eða 7.1 tonn í róðri. 

var þá aflinn komin í um 174 tonn frá áramótunum 67/68. 

Mynd Snorri Snorrason. 

13.10.2009 17:15

1967 búið

skrifað 13.10.2009

 • Giska á Sæbjörgu VE og Maí GK, eins og Óskar

  Arnbjörn Eiríksson

  (ip:194.144.116.223)

 • 13.10.2009

  Jón Eiríksson SF 
  og 
  Mai GK

  Ólafur Þ. Pálsson

  (ip:85.220.21.16)

 • 9.10.2009

  Sæbjörg og Mai 
  Oskar

  oskar olafsson

  (ip:85.220.18.65)

 • 8.9.2009

  Helga Guðmundsdóttir og Sigurður.

  Orri

  (ip:85.220.70.107)

 • 8.9.2009

  Helga Guðmundsdóttir BA

  Reynir

  (ip:85.220.72.100)

 • 8.9.2009

  Auðvitað Hafliði SI 2

  Björn Sveinsson

Jæja það er kominn mánuður síðan ég skrifaði neðanverðan texta og 5 hafa tjáð sig um hvaða bátar voru hæstir.  Þann 14.okt mun ég fjalla um þetta ár og birta jafnframt hvaða bátar og togarar voru aflahæstir það ár. 

var að klára að skrifa niður aflatölur frá árinu 1967.  allt komið nema síld og loðna.
í heild má segja að árið 1967 hafi verið frekar dræmt aflaár og sést það best á því að ekki nema 9 bátar komust yfir 1000 tonn allt árið. 
Ég kem með smá fórðleik seinna um þetta ár, enn alls eru á skrá um 1100 bátar af ýmsum stærðum árið 1967 með afla uppá tæp 300.000 tonn.
Togarnir eru nokkrir og náðu þeir aflahæstu yfir 4000 tonn.

Kanski ef menn vilja giska.

Hvaða bátur halda menn að hafi verið aflahæstur árið 1967?
tilnefni. nokkra.
Steinunn SH
Jón Jónsson SH
Guðný ÍS
Víkingur II ÍS
Jón Þórðarsson BA
Andvari KE ( gerði út frá Vestmannaeyjum allt árið )
Sæbjörg VE
Helga Guðmundsdóttir BA
Stígandi VE
Jón Eiríksson SF
Ólafur Tryggvasson SF
Hvanney SF


og Hvaða togari var hæstur árið 1967?
tilnefni t.d
Kaldbak EA
Þorkell Máni RE
Egill Skallagrímsson RE
Narfi RE
Maí GK
Mars RE
Hafliði SI
Harðbakur EA

Meira síðar

11.10.2009 18:22

Burðarmesta íslenska Línuskipið.

skrifað 11.10.2009

 

 

Eins og sjá má fyrir Línulistann í September þá var þar Jóhanna Gísladóttir ÍS langaflahæst með rétt yfir 500 tonna afla.  Það sem vakti hvað mesta athygli við þann afla var stóri róður bátsins uppá 121 tonn.  Yfirmaður þar um borð tjáði mér það að Jóhanna Gísladóttir ÍS væri með stærstu lestina sem íslensk línuskip hefði miðað við fjölda kara sem um borð væru.  Langaði að athuga hvernig væri með hin skiðin og ég  fór í smá könnunarleiðangur að skoða þessa risastóru landanir sem skipin hafa verið með.  og það er nefnilega nokkuð línuskip sem hafa komist yfir 100 tonn í löndun. 

Jóhanna Gísladóttir ÍS var áður Guðrún Þorkelsdóttir SU og stundaði þá meðal annas loðnuveiðar burðargeta bátsins sem loðnuskip var um 1000 tonn, eða rétt yfir 1000 tonnin. 
Sturla GK er annar stór línuskip sem hét lengi vel áður Guðmundur VE,  Hann stundaði Loðnuveiðar líka og burðargeta Guðmundar VE var um 950 tonn drekkhlaðinn.

miðað við þetta þá er lestarrými í þessum tveimum skipum mjög svo svipað. 

veturin 2009 þá silgdi Sturla GK og tek hérna tvær landanir, önnur var 133 tonn og hin var 152 tonn óslægt.  Reynar lönduðu þeir slægðu og komu þá uppúr bátnum 128.6 tonn. 

Páll Jónsson GK var eins og skipin hérna að ofan líka lengi vel loðnuskip undir nafninu Rauðsey AK.  reyndar þá var burðargeta Rauðseyjar AK ekki eins mikil og skipanna að ofan þvi fullfermi hjá Rauðsey AK var svona með góðu um 700 tonn.  Engu að síður þá hefur Páll Jónsson GK komist yfir 120 tonn í löndun af línufiski, t.d 124 tonn í mars árið 2007. 

Sighvatur GK hefur stundað línuveiðar sem og netaveiðar mörg ár og er búið að breyta bátnum mjög mikil og stækka lesta þess.  Sighvatur GK hefur mjög oft komist yfir 100 tonnin og hefur náð að kroppa í 120 tonnin.

Tómas Þorvaldsson GK er eins og Sturla GK, Jóhanna Gísladóttir ÍS og Páll Jónsson GK fyrrum loðnuskip, lengi vel undir nafninu Hrafn GK.  burðargeta þess skips var rúm 700 tonn.  Núna í vetur árið 2009 þá silgdi Tómas Þorvaldsson GK og landaði t.d 124 tonnum óslægt eða 109,5 tonnum slægt.

Svo má nefna Valdimar GK sem er eins sérsmíðaða línuskipið í þessu stutta yfirlit.  Valdimar GK hefur ekki mikið landað yfir 100 tonn hérna, en í vetur þá bar svo við að báturin silgdi og landaði tvisvar yfri 100 tonn, fyrri löndunin var uppá 113 tonn en sú stærri var uppá 135 tonn óslægt. eða 114 tonn slægt.

Samkvæmt þessu þá eru þarna nokkur skip sem eiga möguleika á að koma með mjög svo stórar landanir í land, þótt að kanski Jóhanna Gísladóttir ÍS og Sturla GK séu með stærstu lestarnar, miðað við fjölda kara. 

09.10.2009 11:52

Netvandamál

skrifað 9.10.2009

 • 11.10.2009

  Ef það er ekki loftsían þá hlítur það að vera stóra dæluhjólið sem er að stríða þér. Svo er gott að athuga reimarnar, þær gætu veri ornar slakar.

  Rafn

  (ip:85.220.101.216)

 • 11.10.2009

  Ef að smásían er að trufla hann ætti hann þá ekki að vera í vandræðum með fleiri tölvur sem eru tengdar routernum?

  Valur

  (ip:78.40.248.116)

 • 11.10.2009

  Smásían er tengd á milli símatengils og síma

  GHS

  (ip:88.149.113.135)

 • 10.10.2009

  Já valur það er nokkuð góð hugmynd. ásamt því að athuga kælisíuna og allar hinar siurnar sem hefur verð bent hérna hérna að ofan heheheh

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 10.10.2009

  Gísli,ef það er mögulegt prufaðu þáað tengja vélina beint við routerinn.

  Valur

  (ip:78.40.248.116)

 • 10.10.2009

  já þú meinar. ´kanski þá að skipta um smurolíusíuna líka. 
  Þetta er aldeilis mögnuð tölva sem ég er með hérna jahérna

  Gísli R

  (ip:213.181.104.195)

 • 10.10.2009

  Ég held frekar að það sé rakkorsían sem gæti verið stífluð. Svo er gott að huga að kælivatnssíunni.

  Rafn

  (ip:85.220.101.216)

 • 10.10.2009

  Sæll Kristjánþ. Smásían. þarna kemuru með eitthvað sem ég ekki alveg skil. hvað er smásía?. ertu að tala um popup. nú er ég með aðra tölvu hérna og hún hangir inni eins lengi og ég vil, 

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 10.10.2009

  Sæll Gísli það er mögulegt að smásían sé að stríða þér

  Kristján Rafn

  (ip:194.144.39.40)

 • 10.10.2009

  Sæll Gísli það er mögulegt að smásían sé að stríða þér

  Kristján Rafn

  (ip:194.144.39.40)

 • 9.10.2009

  Sæll Gísli. 
  Lenti í svipuðu með borðtölvuna hjá mér, en hún var tengd með tölvusnúru(USB) við Beinirinn(router),var ráðlagt að skipta um snúruna en ekkert gekk. Færði tölvusnúruna í aðra innstungu á Beinirnum , skipti um símasnúruna frá vegg að beinir, keypti nýtt netkort og síðan ótal hringingar í símafyrirtækið með athuganir á línu og fleira en allt við það sama. Endaði loks með því að skipta um Beinir, og allt hefur verið í topplagi síðan. Vona að þetta gefi eitthverjar humyndir. Tölvur eru yndisleg verkfæri. 
  Kveðja Halldór

  Dóri Ármanns 2669

  (ip:194.144.70.81)

 • 9.10.2009

  já hún er það.

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 9.10.2009

  Ertu með borðtölvuna tengda þráðlaust?

  Valur

  (ip:78.40.248.116)

Er að athuga hvort einhver þarna úti geti kanski aðstoðað mig eða þá leiðbeint mér.  málið er að borðtölvan mín er sílfellt að slíta netsambandið .  hún gerir það á svona 20 sek fresti. ef netið hangir inni í um eina mínutu þá er ég nokkuð góður.  hún er búinn að vera svona í um 4 daga. 
er með aðra vél hérna og hún hangir inni endalaust.
ef einhver veit hvað er um að vera þá væri gaman að fá að vita það annaðhvort í umsögn hérna að á á meilið mitt.  gis@rafpostur.is
takk fyrir

08.10.2009 15:35

Ásberg RE

Þessi mynd er nokkuð sérstök.  Þarna var Alli um borð í Ásbergi RE og voru þeir á leið úr norðursjónum þegar aðalvélin bilaði.  Tok þá við rek í einn sólarhring á meðan beðið var eftir Goðanum.  Myndin er tekin þegar Goðinn er að fara taka Ásberg RE í tog.  myndin er tekin 1976.

Mynd Aðalsteinn Sveinsson.

06.10.2009 16:44

Grétar Mar aftur í útgerð

skrifað 6.10.2009

já vegni honum vel á grásleppunni,,,,,,,,,??????????? eins og hann sagði í blöðunum að hann ætlaði að stunda,,,,,, vel að sér eða þannig..

halli

(ip:81.15.50.3

Veit að ég er langsíðastur með þessa frétt, en betra seint en aldrei.

En Grétar Mar hefur keypt bátinn Njörð KÓ sem mun fá nafnið Salka GK.  Báturinn mun verða á hefbundn netaveiðum og meðal annrs skötusel.  Grétar var með Unu SU á skötuselnum árið 2003 og gekk það vel að báturinn var aflahæstur það ár allra netabáta sem stunduðu skötuselinn. var báturinn um 120 tonn það ár.
Síðuhöfundur var með Grétari til sjós á Bergi Vigfúsi GK nokkurn tíma bæði á netum og loðnu.

Þar með hafa tveir netakóngar sem börðust oft um aflakóngstitilinn á vertíðum byrjað aftur í útgerð.  Oddur með Stafnes KE og Grétar með Sölku GK, reyndar er gríðarstór stæðrarmunur á bátunum enn ef Grétar fær nægar aflaheimildir þá er lítið mál fyrir kallin að mokfiska á næstu vertíð.

Síðuhöfundur óskar Grétari til hamingju með bátinn og óskar honum alls hins besta.

Myndirnar eru teknar í keflavíkurhöfn og þarna var Köfunarþjónusta Sigurðar að ´botnmála bátinn sem og að útbúa hann endalega á netin.  Það er svo sem enginn tilviljun af Köfunarþjónusta Sigurðar sjái um bátinn fyrir Grétar þar sem Sigurður var lengi til sjós með Grétari meðal annars á Sæborgu RE og Bergi Vigfúsi GK.


Myndir Gísli Reynisson
 

06.10.2009 09:32

Dragnót í september

skrifað 6.10.2009

 • 2.10.2009

  ætli það séekki þá svipað hjá Geir ÞH, enn ansi stór hluti afla hans hefur farið í gáma. 

  Gísli.R

  (ip:78.40.248.116)

 • 2.10.2009

  Hef heyrt að aflaverðmæti Vestra sé yfir 90 miljónir í mánuðnum. En nánast allur aflinn fór í gáma. hugsa að hluturinn þar sé nokkuð góður

  Jobbi

  (ip:193.109.18.78)

 • 21.9.2009

  nei er ekki á vestra bara gaman að skoða dragnoata bátana 

  groeg

  (ip:157.157.171.165)

 • 18.9.2009

  jebb. ertu kanski á Vestra BA?. er kanski stefnann sett á efsta sæti´í lok mánaðarins

  Gísli,.R

  (ip:78.40.248.119)

 • 18.9.2009

  vestri er kominn með 183801

  groeg

  (ip:157.157.171.165)

 • 18.9.2009

  vestri er kominn með 183801

  groeg

  (ip:157.157.171.165)

 • 10.9.2009

  vestri er kominn í 120 tonn

  groeg

listinúmer 7,

Lokalistinn.

Vestrinn BA hélt út í efsta sætinu með Geir ÞH rétt á hælunum.
Steinunn SH endaði í 5 sætinu og var báturinn með 38 tonn í 2 róðrum. enn flestar landanir Steinunnar SH voru á Bolungarvík.
Egill ÍS kom þar undi rlokin og kom með fullfermi eða um 16 tonn í einum róðri.
Farsæll GK endaði sem aflahæsti suðurnesjabáturinn en hann byrjaði í Bugtinni og endaði í Grindavík.
Alls 15 bátar komust yfir 100 tonnin og þar á meðal Friðrik Sigurðsson ÁR sem í fyrra var um haustið á ufsaveiðum á netum og komst þar á meðal í 100 tonn í einum róðri.  spurning hvort báturinn verði á dragnót núna eða fari á netin aftur.

Sæti Sæti áður Nafn Afli Róðrar Mest Löndunarhöfn
1 1 Vestri BA 265,074 11 33,6 Patreksfjörður
2 2 Geir ÞH  229,509 11 27,3 Vopnafjörður
3 3 Hásteinn ÁR  172,814 7 41,2 Þorlákshöfn
4 4 Arnar ÁR 162,044 5 65,9 Þorlákshöfn
5 8 Steinunn SH 148,646 9 33,3 Ólafsvík,Bolungarvík
6 6 Þorleifur EA 129,869 21 13,2 Dalvík, Húsavík, Sauðárkrók
7 5 Valgerður BA  128,252 17 12,4 Suðureyri
8 7 Hafborg EA   120,562 20 11,7 Húsavík
9 11 Farsæll GK  113,466 17 11,2 Keflavík,Sandgerði, Grindavík
10 21 Matthías SH   110,741 17 12,3 Rif, Patreksfjörður
11 13 Egill ÍS  110,710 18 15,3 Bolungarvík
12 9 Örn KE  103,394 14 18,2 Sandgerði, Keflavík
13 18 Hvanney SF 103,175 5 26,1 Hornafjörður
14 14 Arnþór GK  101,614 19 22,1 Sandgerði, Keflavík
15 10 Friðrik Sigurðsson ÁR 100,466 5 34,7 Þorlákshöfn
16 12 Þorsteinn BA  97,912 22 6,6 Bídludalur
17 15 Siggi Bjarna GK  96,702 18 9,2 Sandgerði, Keflavík
18 16 Njáll RE  94,480 17 10,8 Keflavík
19 20 Benni Sæm GK  92,169 18 11,4 Sandgerði, Keflavík
20 22 Guðmundur Jensson SH 89,735 16 19,1 Ólafsvík
21 17 Portland VE  87,766 6 22,4 Vestmannaeyjar
22 19 Esjar SH 81,924 16 10,2 Rif,patreksfjörður,Bíldudalur
23 25 Aðalbjörg RE  79,211 17 14,2 Reykjavík
24 23 Geir KE  74,690 7 21,3 Þorlákshöfn
25 24 Sæbjörg EA  71,438 16 8,5 Húsavík
26 34 Sæberg HF  71,192 8 16,5 Þorlákshöfn
27 28 Gunnar Bjarnarsson SH  70,291 18 6,3 Ólafsvík
28 26 Sólborg RE   69,717 6 22,5 Reykjavík
29 27 Sigurfari GK 69,168 5 22,5 Þorlákshöfn
30 35 Reginn HF 64,268 12 7,7 Þorlákshöfn

06.10.2009 09:26

Netabátar í september

Listi númer 5.

Lokalistinn.

Erling KE var langhæstur með um 230 tonnum meiir afla enn Þórsnes II SH.  undir lokin fékk Erling KE 99 tonn í 3 róðrum. 
Þórsnes II SH var með 20 tonn í einum róðri.
Maron GK komst yfir 100 tonni sem er frábær árangur hjá bátnum og er hann eini báturinn sem er undir 100 BT að stærð sem náði því marki.
Magnús SH komst í 16 tonn í einum róðri af skötusel. og var með 31 tonn í 3 róðrum,
Bárður SH komst í 13 tonn í 2 róðurm og þar af 7.2 tonn í einum róðri mest af skötusel.
Sægrímur GK var með 12 tonn í 2 róðrum og þar af 9.2 ton í einum róðri.
Hafnartindur SH kom með fullfemri eða um 8 tonn og var þar skötuselur uppistaða afla.
Sæti Sæti áður
Nafn
Afli Róðrar Mest Löndunarhöfn
1 1 Erling KE  362,479 11 52,1 Hornafjörður,vestmannaeyjar, Grindavík
2 3 Þórsnes II SH 132,080 7 23,1 Eskifjörður,Húsaviík
3 2 Stafnes KE  125,867 5 39,6 Hornafjörður, vestmannaeyjar
4 4 Maron GK  104,173 18 14,9 Njarðvík
5 5 Hafursey VE 103,927 6 26,1 Vestmannaeyjar
6 6 Magnús SH  88,022 12 16,5 Rif
7 7 Pict Pict
Glófaxi VE
56,208 4 20,5 Grundarfjörður
8 8 Ósk KE  55,610 18 6,9 Kefla´vik
9 9 Haförn ÞH  47,830 21 5,5 Húsavík
10 13 Bárður SH 42,824 17 7,2 Ólafsvík
11 11 Sæþór EA 37,687 18 4,7 Dalvík
12 10 Grímsnes GK 37,022 6 8,9 Hornafjörður
13 15 Sægrímur GK  35,951 10 9,2 Rif
14 12 Hraunsvík GK  30,763 7 8,2 Grindavík
15 14 Níels Jónsson EA 26,847 17 2,3 Hauganes
16 19 Hafnartindur SH  25,549 11 7,8 Rif
17 17 Reynir Þór SH 23,620 11 3,4 Rif
18 18 Ísak AK  23,274 14 1,8 Akranes
19 28 Arnar SH  22,850 13 5,3 Ólafsvík
20 16 Árni í Teigi GK  22,519 12 4,1 Sandgerði
21 21 Katrín SH  20,346 11 3,5 Arnarstapi
22 23 Keilir II AK  19,776 12 1,4 Arnarstapi
23 24 Ebbi AK  17,650 11 2,5 Akranes
24 22 Happasæll KE  16,709 13 2,9 Sandgerði, Keflavík
25 20 Halldór NS   16,670 18 2,1 Bakkafjörður
26 26 Vinur ÞH   16,254 17 1,7 Húsavík
27 25 Maggi Jóns KE    14,636 10 2,6 Sandgerði
28 27 Dagrún ST  14,218 6 5,9 Skagaströnd
29 29 Svala Dís KE  13,591 11 2,2 Sandgerði
30 30 Sunna líf KE  12,065 9 1,9 Sandgerði

06.10.2009 09:20

línubátar í september

skrifað 6.10.2009

 

 • Jóhanna Gíslad landaði öllum róðrum á Djúpavogi

  SG

  (ip:85.220.70.28)

 • 26.9.2009

  Sæll Gísli, Jóhanna Gísla er aldrei með fl kör í lestinni enn fyrir 125 ton, lestin í því skipi er sú stæsta af þessum linuskipim :) tekur 440 kör x 320 kg 

  flott síða hjá þér og alltaf spennandi að sjá hvernig skipunum gengur 

  Kveðja 
  Þórir 2 styrmaður Jóhönnu Gísla

  þórir

  (ip:85.220.25.237)

 • 24.9.2009

  Þú ættir að skoða síðustu löndun 22/ 9 hjá okkur á Jóhönnu Gísla það var metúr hjá skipinu öll kör full og meira til :)

  Þórir

Listi númer 6.

Lokalistinn.
 

Sæti Sæti áður Nafn Afli Róðrar Mest Löndunarhöfn
1
1 Jóhanna Gísladóttir ÍS   502,701 5 121,3 Djúpivogur
2 2 Kristín ÞH 417,245 5 88,9 Djúpivogur
3 3 Valdimar GK  374,773 5 93,7 Grindavík
4 4 Núpur BA 335,661 7 73 Pareksfjörður
5 7 Grundfirðingur SH 331,049 7 48,8 Grundarfjörður,Dalvík
6 8 Tómas Þorvaldsson GK  320,400 6 79,2 Grindavík,Höfn
7 6 Sturla GK 316,703 4 88,2 Grindavík
8 9 Rifsnes SH 311,533 8 54,3 Rif,Húsavík
9 11 Tjaldur SH 307,597 6 65,9 Rif, Eskifjörður
10 20 Sighvatur GK  283,967 3 100,4 Hólmavík
11 16 Fjölnir SU 281,936 4 85,6 Djúpivogur
12 5 Örvar SH 260,021 6 75,1 Rif,Húsavík
13 10 Kópur BA 255,389 8 46,9 Tálknafjörður
14 13 Ágúst GK  244,757 5 71,3 Grindavík
15 18 Kristrún II RE 213,446 5 61,4 Reykjavík
16 15 Þorlákur ÍS  205,56 5 47,6 Bolungarvík
17 12 Páll Jónsson GK  188,762 2 101,7 Grindavík, Djúpivogur
18 14 Saxhamar SH 182,255 4 51,8 Rif
19 17 Gullhólmi SH 171,848 6 32,4 Stykkishólmur
20 19 Gulltoppur GK  127,465 20 9,9 Skagaströnd
21 21 Hafdís GK  89,372 24 8,8 Siglufjörður
22 22 Ásta GK 21,89 7 5,1 Djúpivogur, Neskaups
23 23 Arnarberg ÁR  12,015 4 5,9 Þorlákshöfn
24   Dúa RE  1,448 1 1,5 Grindavík

05.10.2009 14:20

Botnvörpungar í September

skrifað 5.10.2009

 • Já þetta er frekar skrítið. Við erum víst með svo stóra vél og skrúfu þannig að aflvísirinn er yfir 2600.

  Jón Frímann

  (ip:85.220.21.42)

 • 22.9.2009

  já þu meinar. hann er flokkaður sem trollbátur enn t.d Vestmanney VE og Vörður EA eru flokkaðir sem Skuttogarar

  Gíslo.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 21.9.2009

  Hringur er 4 mílna togari, þó að hann sé jafn stuttur og 3 mílna bátarnir.

  Jón Frímann

  (ip:85.220.21.42)

Listi númer 3.

Lokalistinn.

Eins og sjá má hérna að neðan varðandi pistilin um Klakk SH þá komur leiðréttar tölur um togarann og var þá aflinn ekki eins mikill og var uppgefin í frystu

Sólbakur EA er semsé hæstur og var hann með 134 tonn..

Steinunn SF.  það er greinilegt að Sævar Ólafsson  er kominn um borð því báturinn er með algjöra yfirburði miðað til trollbátanna og í 6 sæti yfir allt landið.  mokveiði var hjá Steinunni undir lokin og fékk hann 174 tonn í 3löndunm frá 23 sept.  mest um 63 tonn eftir um 2 daga á veiðum.  


Hringur SH er annar trollbátanna og er um 120 tonnum a´eftir Steinunni SF.

Í sæti númer 5 á að vera Bjartur NK frá NEskaupstað.  en hann var með 531,043 kg i 5 löndunuim .  mest 121 tonn

Sæti Nafn afli landanir Mest
1 Sólbakur EA 727,435 5 191,1
2 Klakkur SH 589,948 4 157,9
3 Bjögúlfur EA 551,430 5 141,9
4 Ásbjörn RE 532,128 4 160,1
5 Sturlaugur H Böðvarsson AK 473,546 5 119,1
6 Steinunn SF 468,677 8 75,1
7 Ljósafell SU 450,318 4 130,1
8 OttÍ N Þorláksson RE 408,031 3 146,6
9 Gullver NS  392,335 4 118,1
10 Páll Pálsson ÍS 384,228 3 133,2
11 Jón Vídalín ÁR 370,118 5 96,7
12 Hringur SH 368,291 5 77,9
13 Suðurey VE 334,275 4 92,1
14 Berglín GK 312,543 4 88,5
15 Gullberg VE  310,764 6 75,7
16 Drangavík VE 303,790 5 67,1
17 Þorvarður Lárusson SH 264,230 6 59,2
18 Stefnir ÍS  248,345 4 73,3
19 Smáey VE 236,425 5 53,6
20 Vörður ÞH 234,178 4 72,2
21 Helgi SH  232,639 5 50,3
22 Vestmannaey VE 223,067 4 74,1
23 Oddgeir ÞH 214,743 5 71,3
24 Björgvin EA 201,596 1 201,5
25 Mars RE 191,452 2 98,8
26 Bergur VE 175,181 4 60,8
27 Sóley SH 172,394 5 42,7
28 Bergey VE 165,156 4 56,8
29 Sóley Sigurjóns GK 161,415 2 83,9
30 Dala Rafn VE 161,381 3 83,3
31 Farsæll SH  158,007 4 42,8
32 Stígandi VE 123,472 4 43,6
33 Þinganes SF 94,954 4 36,8
34 Frár VE 71,172 3 37,9
35 Helga RE  58,650 3 38,5
36 Sæbjörn ÍS  37,836 11 8,3

 

04.10.2009 14:28

Smábátar yfir 10 BT í september

skrifað 4.10.2009

 • 6.10.2009

  hef heyrt að strákarnir á öðling fyrir austan séu óumdeildir kóngar hvað varðar laun per tonn

  dúddi

  (ip:85.220.65.77)

 • 6.10.2009

  er þá ekki ágæt leið að nota einhvern hluta þeira til þess að styrkja aflafrettir.com. heheheheh

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 6.10.2009

  Hef heyrt að strákarnir á Dúddanum vaði svoleiðis í peningum og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við alla þessa seðla 

  Halli

  (ip:85.220.101.216)

 • 6.10.2009

  Mér skilst að afli hjá bátunum ´sem réru fyrir austan hafi verið að uppistaða þorksur sem var frekar smár. Skilst að Von GK hafi verið með eitthvað u m 15 til 20 millur í aflaverðmæti. 

  Líka held ég að Geirfugl GK hafi veri ða skila góðu aflaverðmæti sérstaklega ef miðað er t.d við Meðalverð.

  Gíslo.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 6.10.2009

  Hef heyrt að strákarnir á dúdda gísla séu með 15000 útúr hverju tonni fast

  Einar

  (ip:194.144.3.201)

 • 6.10.2009

  gaman væri að vita hvað menn fá fyrir þennan afla, það er örugglega hærri hlutur á dudda gisla en öllum beitningavelabatunum a topp 10.

  jóhann

  (ip:78.40.248.116)

 • 5.10.2009

  áhafnalista. ertu þá að tala um efstu bátanna. þetta er svosem ekkert slæm hugmynd

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 5.10.2009

  Er það ekki lágmark fyrir stöðuna eins og hún er í dag að geta kallað fram áhafnarlista.

  halli

  (ip:85.220.19.4)

 • 4.10.2009

  Ekkert nema von. Hef bullandi trúa á Trausta.

  Halli

  (ip:85.220.19.4)

 • 3.10.2009

  Strákar eigum við ekki að slá saman í færi handa Vonini til að þeir týni ekki alltaf línuni

  Hemmi

  (ip:85.220.75.165)

 • 22.9.2009

  Sæll Gísli.Guðmundur Sig hefur verið að landa hérna á Seyðisfirði ásamt Ragnari og Betu.

  Orri

  (ip:85.220.70.107)

 • 11.9.2009

  góðan daginn nu er kiddi lár kominn aftur eftir stóra bilun og ja það er besta löndunar þjónusta á dpv það er allveg satt þeir á markaðinum á dvp er þeir bestu i brasanum það skal eg fulyrða og eg vil þakka þeim fyrir alla þessa góðu þjónustu takk takk og þer Gísli fyrir frábæra siðu

  Arnór

  (ip:157.157.81.228)

 • 9.9.2009

  jú, hef gleymt að breyta því

  Gísli.R

  (ip:213.181.104.195)

 • 8.9.2009

  Maður heyrir að þar sé besta löndunarþjónusta á landinu.

  Hemmi

  (ip:85.220.76.221)

 • 8.9.2009

  Er Daðey ekki að landa á Djúpavogi?

  Hemmi

númer 7.

,
jahérna þvílíkur endir á sept. buinn að vera mikið fjör hérna og nokkrir bátar hafa komist á toppinn  ég endurreiknaði Auði Vésteins GK og náði henni ekki hærra enn þar sem hún er núna og ekki nema 340 kílóum á eftir Sirrý ÍS sem var þar með hæst.  ótrúlega lítil  munur og ágyggilega nokkuð fúlt fyrir strákanna á Auði Vésteins GK að vera í öðru sæti með svona lítin mun. 

Athygli vekur hversu margir bátar komustr yfir 100 tonnin enn þeir voru alls 10 talsins
Dögg SF nær svo að komast frammúr Ragnari SF enn Dögg SF var með 17 tonn í tveimur róðrum.
Gísli Súrsson GK var með 20 tonn í 5 róðrum.
Kristinn II SH var með 17 tonn í 2 róðrúm.

Og svo er það Von GK.  búinn að rokka upp og niður listann og missti út nokkra róða því báturin réri ekkert á milli 10 og 16 sept.  og það nefnir einn í umsögn hérna að neðan að hann hafi trú á Trausta á Von GK og á það alveg vel við. 
því fyrir þennan listan þá var Von GK sá bátur sem var hvað lengst frá því að komast yfir 100 tonnin af þeim bátum sem komust yfir 100 tonnin. enn Trausti er seigur og náði að koma með um 21 tonn í 3 róðrum og þar með yfir 100 tonnin og í 8 sæti.  seiglan borgar sig, og spurning hvar báturin hefði verið hefði hann getaað róið meira.

Örninn GK vekur líka nokkra atygli endaði í 14 sætinu sem er ansi vel af sé vikið hjá þeim.,

Einungis 3 bátar komust yfir 10 tonn og voru það Ragnar SF, Dögg SF og Kiddi Lár GK

Undir lokin náðu 3 bátar að komast inn á listann og voru það Gestur Kristinsson ÍS, Hlökk ST og Geirfugl GK.  gott að staldra aðeins við Geirfugl GK þar sem hann er eini stóri plastarinn sem rær frá Suðurnesjunum og nokkuð vel af sér vikið að komast á listann, enn stór hluti af afla bátsins var Langa.

Sæti Sæti áður Nafn Afli Róðrar Mest Löndunarhöfn
1 1 Sirrý ÍS 136,801 29 7,3 Bolungarvík
2 2 Auður Vésteins GK 136,461 24 7,2 stöðvarfjörður
3 3 Guðmundur Einarsson ÍS  124,890 29 7,2 Bolungarvík
4 5 Dögg SF  123,923 21 15,3 Stöðvarfjörður,eskifjörður
5 4 Ragnar SF  115,084 16 12,1 Seyðisfjrður
6 8 Gísli Súrsson GK  110,431 26 6,9 Siglufjörður, húsavík
7 6 Hrólfur Einarsson ÍS  108,749 29 5,8 Bolungarvík
8 10 Von GK  104,694 18 8,4 Djúpivogur,Neskaups
9 7 Bíldsey SH 104,034 23 5,9 Hofsós
10 9 Kristinn II SH  103,969 20 9,7 Ólafsvík,Rif,Arnarstapi
11 12 Daðey GK 91,342 20 6,5 Djúpivogur,Neskaups
12 15 Óli á Stað GK   85,519 19 6,4 Siglufjörður
13 14 Landey SH  84,028 22 7,1 Stykkishólmur
14 11 Örninn GK   82,952 15 7,9 Skagaströnd
15 17 Tryggvi Eðvars SH  82,366 17 8,1 Rif
16 20 Þórkatla GK 9 79,481 18 5,9 Siglufjörður
17 13 Guðmundur Sigurðsson SF 76,848 16 6,8 Stöðvarfjörður
18 19 Lágey ÞH  74,402 19 6,7 Húsavík,Raufarhörn
19 16 Dóri GK  71,065 13 8,4 Neskaupstaður
20 22 Kiddi Lár GK  70,389 14 11,3 Djúpivogur
21 29 Hópsnes GK  70,270 17 6,1 Siglufjörður
22 18 Beta VE  69,559 14 9,3 Seyðisfjö0rður
23 21 Ólafur HF  69,059 18 6,4 Skagaströnd
24 24 Benni SF  68,241 15 7,9 Djúpivogur
25 23 Stakkhamar SH   64,505 21 4,4 Rif
26 25 Háey II ÞH  62,225 16 6,7 Raufarhöfn
27 26 Dúddi Gísla GK   61,288 14 7,9 Skagaströnd
28 34 Gestur Kristinsson ÍS  58,701 20 3,9 Suðureyri
29 35 Hlökk ST   58,647 15 4,7 Hólmavík
30 32 Geirfugl GK  58,431 15 5,9 Grindavík

04.10.2009 13:42

Smábátar undir 10 BT í september

skrifað 4.10.2009

Enda þeir á Petrunni fiskheppnir með afbrigðum

Björn Sveinsson

listi númer 5.


Nokkuð góðurmánuður í þessum flokki er lokið og 3 bátar komust yfir 40 tonn sem er nokkuð vel af sér vikið.þ  Einar Hálfdáns ÍS og Björg Hauks ÍS fóru báðir í 20 róðra.  og enduðu þannig að Einar Hálfdáns ÍS var með 16 tonn í 5 róðrum og Björg Hauks ÍS 10,3 tonn í 4 róðrum
Snjólfur ÍS var með 9 tonn í 3 róðrum,
Skúli ST var með 9.3 tonn í 3 róðrum
Hróðgeir Hvíti NS var með 6.6 tonn í 3 róðrum,

Sæti Sæti Áður Nafn Afli Róðrar Mest Löndunarhöfn
1 1 Einar Hálfdáns ÍS   66,054 5 20 bolungarvík
2 2 Björg Hauks ÍS  51,290 4 20 Ísafjörður
3 3 Snjólfur ÍS 42,792 3 16 bolungarvík
4 4 Berti G ÍS   34,223 1 17 Suðureyri
5 52 Kári SH 32,568 10 10 stykkishólmur
6 5 Petra SK  23,983 1 5 siglufjörður
7 6 Hrönn ÍS 23,874 2 14 Suðureyri
8 8 Sverrir SH  20,124 2 10 Ólafsvík
9 7 Blíða VE   19,787 2 12 vestmannaeyjar
10 15 Skúli ST  18,97 3 8 Drangsnes
11 9 Mangi á Búðum SH 18,147 3 15 Ólafsvík
12 11 Eydís EA    16,749 3 7 Hrísey
13 12 Toni EA    15,762 3 10 Ársklógssandur
14 10 Fríða EA  14,741 3 14 dalvík
15 33 Sæfugl ST 12,949 6 6 Drangsnes
16 14 Sleipnir ÁR  12,772 2 7 Þorlákshöfn
17 13 Axel NS  11,564 1 11 Borgarbjörður Eystri
18 17 Eydís NS  10,913 2 9 Borgarbjörður Eystri
19 21 Hróðgeir Hvíti NS 10,613 3 8 Bakkafjörður
20 19 Bilmingur SI 10,576 1 4 siglufjörður
21 22 Sær NK  9,132 2 9 Neskaupstaður
22 47 Blossi ÍS  9,031 2 5 Suðureyri
23 20 Diddi GK  8,280 1 6 Sandgerði
24 16 Eiki Matta ÞH  8,099 3 8 husavík
25 18 Aðalheiður SH  7,205 3 6 Ólafsvík

03.10.2009 13:51

Steinunn SF og Sævar Ólafsson

skrifað 3.10.2009

flott grein :)

Gunna Lísa


Mynd Jón Páll Ásgeirsson.
Þegar Sævar Ólafsson hætti með Óskar RE núna í vor þá fór ég að velta því fyrir ´hvaða bát hann myndi taka að sér næst. 
Svarið við því er komið því Sævar er orðin stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Steinunni SF.  Verður það að segjast vera ansi mikill fengur fyrir útgerð Steinunnar SF því ég hef haldið því fram hérna á síðunni að Sævar sé einn af okkar betri trollurunum ef ekki sá besti. 
Hans ferill má segja að hafi byrjað með togaranum ErlingiGK sem var gerður úr frá Sandgeðri og þrátt fyrir að Erlingur væri ekki stór þá eru aflatölurnar fyrir hann svakalega háar. 
Lengst af var Sævar þó með trollbátinn Reyni GK 177 sem í dag heitir Geir KE. 

Ef gluggað er í gömlum fiskifréttum þá má sjá nokkrar fréttir um góðan feril Sævars, og má t.d nefna að  í byrjun desember árið 1995 þá var stór baksíðufrétt í Fiskifréttum ( 46 tbl) þar sem sagt var frá því að Þór Pétursson GK hafi fengið 60 tonn af háfi á 3 nóttum .
Stærsta holið var 20 tonn.  og sagði Sævar að 20 tonna holið hafi verið eins og stór kökkur í trollinu og það hafi hrienlega þurft að skera allt í sundur til að ná fiskinum.  " við urðum að tína fleiri tonn af háfi úr trollinu með höndunum og það þurfti að ýta honum niður móttökuna vegna þess hversu stamur hann er".
Lýsuveiðar Óskar RE sem var kvótalaus bátur komust í fréttirnar enn bátuinn náði mjög góðum árangri á þeim veiðum og var að komast uppí 45 tonn af lýsu eftir um 3 daga á veiðum.
´Síðuhöfundur hefur verið með Sævari til sjós á Þór Péturssyni GK og fékk að upplifa alvöru mokveiði og hugsanlega verður sagt frá einum túr hérna seinna.

En það er reyndar eitt.  flest öll skip sem Sævar hefur verið með t.d Erlingur GK, Reynir GK, Haukur EA, Óskar RE hafa öll landað í Sandgerði, Steinununn SF aftur á móti veiðir rétt hjá Sandgerði enn siglir til reykjavíkur.   Kanski honum takist að breyta því.
Allavega ánægjulegt að sjá að Sævar er aftur komin til sjós og verður fróðlegt að fylgjast með Steinunni SF á listanum hérna á síðunni og má nefna að nú þegar er Steinunn SF orðin aflahæst trollbáta í september

01.10.2009 02:11

Boði KE 132

skrifað 

Enn ein myndin frá Alla.  Þessi er tekin á síldinni austur á fjörðum 1981.  Myndin er tekin úr Magnúsi Kristni GK.  Boði KE átti sér ansi mörg systurskip og síðuhöfundur byrjaði sjómennsku sína á einu þannig. Bergi Vigfúsi GK sem áður hét Skógey SF.

 • 1

Tenglar