65 tonn í 353 róðrum. Sjóstangaveiðimenn

Núna yfir sumarmánuðina þá er hávertíð.  hávertíð hjá hverjum.  ?.


jú sjóstangaveiðiköllunum og konum sem koma til Vestfjarða.

Tímabilið stendur núna í ár frá um 20 apríl og alveg fram í október,

2 fyrirtæki eru stærst í þessum bransa IPT Iceland Pro Fishing sem á og gerir út alla bátanna sem heita Bobby 1 til 24.  þeir bátar og fiskimenn þeirra róa frá Flateyri og Suðureyri.

Hitt fyrirtækið heitir Iceland sea angling (ISA) og þar eru bátarnir þeirra gerðir út frá Bolungarvík. Tálknafirði og Súðavík. allir þeir bátar heita eftir fuglum. t.d Sendlingur ÍS. Þórishani BA. Álka ÍS Kría ÍS og svo framvegis.

Sjóstangaveiðimennirnir sem flestir eru frá þýskalandi , enn þeir koma líka frá Póllandi. Hollandi. Sviss og Austuríki. hafa verið ansi lunknir í að veiða og hafa margir náð að veiða stóra fiska. t.d núna í júní þá var einn þyskur sem veiddi 25 kílóa þorsk á vegum IPT. sömuleiðis hafa þeir veitt stóran steinbít og um 200 kílóa lúðu,

Núna í ´juní þá hafa þessi ferðamenn landað alls 65 tonnum í 353 róðrum. það gerir um 183 kíló í róðri, Alls eru þetta 38 bátar sem hafa landað afla. og skiptast þeir þannig að 17 bátanna eru á vegum IPT, og 21 bátur frá ISA.
aflalega séð þá er þetta þannig að IPT bátarnir hafa landað 24 tonnum og ISA bátarnir 40,7 tonnum,

í prósentum er þetta þá þannig að IPT er með 45% af bátunum og ISA 55 %
aflalega séð þá er IPT með 37 % af aflanum og ISA með 63%.

Hver einn einstasti sjóstangaveiðimaður fær að taka með sér tösku sem í eru 20 kíló af flökum, og hjá t.d IPT þá er flutningabíll sem ekur á hverjum þriðjudegi vestur með farangur, og kemur til baka með fisk og farangur. hjá ISA er líka bíll enn hann er minni og þarf því að flytja stóran hluta af fiski og farangri með rútum,

Síðuritari vinnur við að keyra fólkinu á vegum IPT.

Núna í júní þá er SEndlingur ÍS aflahæstur með 3,6 tonn í 14 róðrum. Þórishani BA með 3,4 tonn í 15.
Bobby 22 í ÍS á þó stærstu löndunina og hún er nú ansi stór. því Bobby 22 ÍS kom með 959 kíló í einni löndun

Boddy 3 mynd af síðu IPT.Óðinshani bátur í eigu ISA.comments powered by Disqus