98 tonn í 5 róðrum

Lesendur aflafretta eru duglegir í að láta vita um ýmislegt sem tengist veiðum og senda inn myndir,


enn þessi dugnaður þeirra einskorðast ekki bara við íslenska lesendur , nei því að Norskir lesendur og sjómenn hafa líka haft samband og látið vita um ýmislegt,

einn af þeim sem hafði samband er Sindre Olav Hansen sem benti síðunni á fjóra nýja báta sem allir eru undir 15 metra langir og komast því á listann sem er á síðunni,
reyndar eru allir þessir bátar dragnótabátar.

þessir bátar eru 

Kamöyfjord F-175-NK

Thor-ARild F-400-NK

Stormfuglen F-260-H

og Polarstjerna F-20-H.


Polarstjerna var að mokveiða inná fyrsta listann sinn því að báturinn var með 98 tonn í aðeins fimm róðrum eða tæp 20 tonn í róðri,.

uppistaðan í þessum afla var ufsi frekar smár  eða frá 1,6 til 3,1 kíló.

Polarstjerna er nýlegur bátur.  var smíðaður árið 2015 og er smíðaður úr áli,


Polarstjerna Mynd Frode Adolfsen

comments powered by Disqus