Bryggjulíf á Siglufirði.

Núna yfir haustmánuðina þá eru margir að veiðum við norðurlandið og eru það að langmestu leyti línubátar.


Margir þeirra landa  á Siglufirði og núna um daginn eða réttara sagt 13.nóvember þá kom Guðbjörg GK til löndunar þar og var þá ansi mikið um að vera á Siglufirði því það var verið að landa úr ansi mörgum þarna á sama tíma,

Ísak Óskarsson sem er stýrimaður á Guðbjörgu GK fór í labbitúr með myndavélina og smellti nokkrum myndum af sem sjá má hérna að neðan,

Aflafrettir færa Ísaki bestu þakkir fyrir þessar myndir,

og minnir ykkur sjómenn ( já og bara lesendur allir )  að hvar sem þið eruð í heiminum að þið getið sent myndir á gisli@aflafrettir.is eða þá í gegnum facebook síðu Aflafretta.  og það mun birtast hérna í flokki sem heitir ljósmyndir, enn sá flokkur er tileinkaður ljósmyndum sem þið sendið kæru lesendur,Guðbjörg GK var með 6,7 tonn


Frosti ÞH að landa.  


Og Berglín GK var þar fyrir framan að landa,


Bíldsey SH var með 3,8 tonn.


Óli á STað GK var með 8,1 tonn,


Eskey ÓF 4,1 tonn.

MEst öllum fiskinum frá þessum öllum bátum var ekið í burtu til vinnslu.  mest til Reykjavíkur og Suðurnesjana.
Myndir Ísak Óskarsson