Drangavík VE, Mokveiði hjá þeim minnsta

Nú hafa fjölgað mikið bátunum sem eru undir þessari skemmtilegri tölu 29 metrar


þessi tala báts þýðir að bátarnir mega veiða alveg upp að 3 sjómílum frá landi.

margir bátanna í þessum flokki eru orðnir eins og togarar því landanir þessara báta eru oft á tíðum frá 90 til 100 tonn,

t.d núna í mars

Bergey VE mest með 90,3 tonn,  Vestmanney VE mest með 84,5 tonn, Steinunn SF 85,2 tonn.,

því vekur það nokkra athygli að báturinn sem mætti kalla minni eða minnsti eftir því hvernig menn líta á það hefur fiskað í mars

þarna er ég að tala um Drangavík VE 

Fullfermi hjá bátnum hefur núna í mars aðeins verið um 51 tonn 

þrátt fyrir það þá er bátuinn búinn að mokveiða núna og er þegar þetta er skrifað aflahæsti 29 metra báturinn í mars,  kominn með 503 tonn

Síðstu róðrar bátsins hafa verið stuttir því báturinn hefur aðeins verið á sjó í rúmlega einn og hálfan dag enn komið í land með fullan bát.

sem dæmi þá má nefna að Drangavík VE hefur landað 240 tonnum í 5 róðrum en á aðeins 6 dögum,  

sem þýðir að Drangavík VE með sína litlu lest er að fiska betur enn stóru ísfiskstogarnir sem eru með lestarrými fyrir meira enn 200 tonn.

vel gert áhöfninn á Drangavík VE


Drangavík VE mynd Vigfús Markússon