Ekkert slakað á um borð í Sölva Bjarnarsyni BAÉg skrifaði smá pistil um togarnn Sigurey SI sem mokveiddi af grálúðu árið 1982.  sem lesa má HÉRNA.

Ekki langt frá Patreksfirði þá eru bæirnir Tálknafjörður og Bíldudalur og í báðum þessum bæjum voru togarar.  á Tálknafirði var Tálknfirðingur BA og í Bíldudal Sölvi Bjarnarson BA 

Sölvi Bjarnarson BA var íslenks smíðaður og var smíðaður á Akranesi 1980.

Sölvi Bjarnarson BA átti vægast sagt hrikalega stóran mánuð í ágúst árið 1982.

löndun 1
Togarinn byrjaði strax með látum því að togarinn kom til Bíldudals með 213,7 tonn eftir aðeins fimm daga á veiðum og var aflin því um 43 tonn á dag.  af þessum afla þá voru um 180 tonn af þorski,

Risalöndun númer 2
þeir á Sölva Bjarnarsyni BA voru ekkert á því að liggja neitt í neinu sumarfrí þennan ágúst mánuð.
því að næsti túr var ennþá stærri enn sá fyrri og ekkert smá
því að Sölvi Bjarnarsson BA kom með 237,3 tonn  í land eftir 6 daga túr eða tæp 40 tonn á dag.

Fjandinn hafi það.  löndun númer 3 lika yfir 200 tonn
tveir 200 tonna túrar í röð.  og var þetta ekki bara fínt, enn ekki var áhöfnin á Sölva Bjarnarsyni BA á þeim skónum því að þriðji túrinn var enn og aftur 200 tonna túr,
220,1 tonn eftir 7 daga á veiðum eða um 31 tonn á dag.

og til að toppa frábæran mánuð þá smelltu þeir sér í einn fimm daga túr og komu með aðeins 151 tonn í land.  

vægast sagt ótrúlegur mánuður og heildaraflinn 840 tonn í fjórum löndunum eða 210 tonn í löndun.
Sölvi Bjarnarson BA Mynd Tryggvi Sigurðsson

comments powered by Disqus