Elli P SU og Beljandi á Breiðdalsvík

færslan sem var á undan þessari var um bryggjumyndir frá Breiðdalsvík,

 
Elli P SU
Þar voru myndir af tveimur bátum sem eiga eitt sameiginlegt.   Elli P SU og Hafnarey SU, enn þeir eiga það sameiginlegt að Elís Pétur Elísson á Breiðdalsvík hefur átt þá báða.  Hann keypti bátinn sem núna er Hafnarey SU og gerði hann allan upp. 

Seinna meir eins og greint var frá hérna á aflafrettir þá keypti hann bátinn Magga Jóns KE og skírði hann Ella P SU.

enn Elís Pétur er að gera meira enn að gera upp gamlan bát  eða báta, og gera út Ella P SU.  

Hreiðdýraveiðar
því að hann og Daði Hrafnkelsson tannlæknir sem ólst upp á Breiðdalsvík fóru eitt sinn saman á hreindýraveiðar og eins og sagan er þá voru þeir með viskíflösku með sér og þegar byrjað var að glugga í henni þá var verið að ræða um að stofna brugghús,  þegar flaskan var orðin hálfnuð þá var búið að handsala samkomulag þeirra á milli um stofnun á brugghúsi, Framhlutinn á tarfnuim góða sem felldur var í ferðinni hangir uppstoppaður og vakir yfir barnum

og þá tók við smá ævintýri hjá þeim félugum.  þeir keyptu hús sem hafði verið ónotað í all langan tíma á Breiðdalsvík og gerðu það upp frá grunni.  á neðri hæðinni settu þeir bruggverksmiðju og á efri hæðinni settu þeir þennan fína bar þar sem fyrirtækið selur sína framleiðslu.

Og fyrirtæki stofnað
fyrirtækið heitir .
Hið Auztfirska Bruggfjélag ehf og framleiða tvær tegundir af bjór.  Spaði sem er 6% India pale ale bjór og Beljandi  er pale ale og er 5 %..  Stefnan er að framleiða svo fleiri tegundir

sérstaðan sem að brugghús þeirra félaga er með er að þeir nota ekki íslenskt vatn. heldur nota þeir Breiðdalsvatn  og stendur það öðru vatni fremur til bjórgerðar 
Eins og Elís Pétur orðaði það.

Smökkun
Ég kíkti á staðinn hjá þeim og þar var Elís Pétur að afgreiða og smakkaði ég þessar 2 tegundir.  báðir bjórarnir eru frekar ljósir á lit og spaði ilmaði mjög vel og var sterkur á bragðið,

Beljandi var líka ljós og nokkuð mildur á bragðið.  

Barinn hjá þeim er ansi laglegur og merkilegt með barborðið og reyndar fleiri borð enn þau eru þakin krónum sem síðan er búið að lakka yfir. kemur mjög flott út.   og ekki má gleyma bjórdælunum.  þær eru ansi flottar .

Salan á bjórnum hefur gengið vel og reyndar það vel að þeir anna ekki eftirspurn.  núna eru þeir með 3 tanka litla og eru að fá 3 tanka til viðbótar sem eru stærri enn þeir sem fyrir eru,

Það var ansi hlýlegt að koma þarna og ef þið kæru lesendur eru á ferðinni þarna fyrir austan, gerið ykkur þá ferð í Breiðdalsvík og skoðið þetta og fáið ykkur smá að drekka.  Þeir eru staðsettir á móti Hótel Bláfelli aðeins ofar í götunniElís Pétur Elísson með þessa flottu bjórdælu


Húsið þeirra.  

Barinn og þarna sést smá i peningaborðin

Séð frá neðri hæðinni og upp á barinn,

Flott útsýni frá svölunum á efri hæðinni þar sem að barinn er

Stóra húsið með bláa þakinu hægra meginn er Hótel Bláfell , þar beint á móti hvíta húsið er gamla frystihúsið á Breiðdalsvík og þar efst er Brugghúsið Beljandi.

Myndi Gísli Reynisson


comments powered by Disqus