Faxi GK 44, 176 tonn á aðeins einum degi

1983 þá var ansi mikill fjöldi af síldarbátar að veiða, og margir bátanna voru að veiða og landa síldarafla í höfnum á Austurlandinu,


Eins og litli pistilinn um Hring GK sem var skrifaður hérna bar með sér þá voru bátarnir  á nótaveiðum og reknetaveiðum,

Einn af þeim bátum sem var á nótaveiðum var Faxi GK 44 

Faxi GK landaði öllum síldarafla sínum hjá Jóni Kjartanssyni HF á Eskifirði,

Báturinn hóf veiðar um miðjan október 1983 og landaði fyrst 8,9 tonn 12.október,

næstri túr var ansi góður eða 90,3 tonn 

Síldarmok á einum degi
Þeir á Faxa GK lentu heldur betur í góðri síldveiði því ´aðeins einum degi þá kom báturinn í land með fullfermi til Eskifjarðar

alls var landað úr bátnuim 176,5 tonnum sem er fullfermi og vel það hjá Faxa GK,

aftur var góð veiði hjá Faxa GK því að báturinn kom með 102 tonn í land eftir um 30 klukkutíma á veiðum,

Síðasti túrinn hjá þeim á Faxa GK var í byrjun nóvember og var þá landað 90 tonnum í einni löndun,

Faxi GK landaði því alls 468 tonnum af síld í 5 löndunum eða 94 tonn í löndun


Faxi GK mynd Emil Páll.  Mynd tekin á loðnuveiðum.