Friðrik Sigurðsson ÁR rýfur 1000 tonna múrinn

Það hefur vart farið frammhjá neinum sem hafa fylgst með Aflafrettir núna í ár að veiðar á Sæbjúgu hafa verið mjög góðar 


alls 8 bátar hafa stundað þessar veiðar núna í ár og hafa þessi bátar landað alls um 5 þúsund  tonnum, 

 Misjafnalega stórir
Þessir bátar eru misjafnlega stórir og t.d Eyji NK sem rær frá Neskaupstað þar hefur oft verið aðeins einn maður þar um borð. en samt hefur bátnum gengið feikilega vel og landað 278 tonnum núna í ár,

síðan er plastbátuinn Ebbi AK sem hefur landað um 449 tonnum,

 4 með mest
4 bátar eru samt með áberandi mestan afla
Sæfari ÁR sem er kominn með 767 tonn.  

Þristur BA sem er með 858 tonn

Klettur ÍS sem er með 909 tonn 

Þessir bátar falla undir svokallaða 14 klukkustunda reglu, sem þýðir að þeir mega vera mest 14 klukkutíma höfn í höfn og geta þá verið aðeins 3 manns í áhöfn.  og oft er það þannig.  Skipstjóri.  Vélstjóri og kokkur.  

 Friðrik Sigurðsson ÁR sér á báti
Friðrik Sigurðsson ÁR aftur á móti er langstærsti sæbjúgubátur landsins og hann fellur ekki undir 14 klukkutíma regluna útaf stærð og því er áhöfn bátsins 6 manns og þetta gerir bátinn nokkuð sér á báti því þeir geta verið lengur úti enn hinir og eru auk þess með stærsta lestarplássið.  

Friðrik Sigurðsson ÁR er langaflahæsti sæbjúgubáturinn núna og var að rjúfa 1000 tonna múrinn á þessu ári.  því að aflinn hjá bátnum er kominn í 1039 tonn í 87 róðrum eða 12,5 tonn í róðri.  .  aflaverðmætið um 100 milljónir króna áætlað,

Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Jón Ölver Magnússon