Fyrsta veiðifærið hjá Jóni Þórðarsyni BA

Patreksfjörður á sér langa sögu sem  nokkuð mikill útgerðarbær og frá Patreksfirði hafa bátar verið að róa sem hafa jafnvel náð að veiða það að vel að landsmenn allir hafa tekið eftir þvi.  og er ég þá að tala um vetrarvertíðirnar,


einn af þeim stóru bátum sem hafa verið gerður út frá Patreksfirði eru bátar sem hétu Jón Þórðarson BA 180.  Þeir bátar voru alls 3 talsins og nokkuð merkilegt er að fyrsti Jón Þórðarson BA er ennþá til í dag og heitir Fönix ST.
á eftir honum kom annar Jón Þórðarson BA sem  hét fyrst Steingrímur Trölli ST og var sá bátur gerður út til ársins 1981 þegar hann varð úrheltur,

ekki löng saga
og síðasti Jón Þórðarson BA var  nokkuð sérstakur bátur.  þessi bátur var frambyggður og í raun smíðaður sem lítill togari og rækjuveiðiskip. 
þessi bátur eða togari átti sér ekki langa sögu á Íslandi,  

Báturinn var einungis á Íslandi til ársins 1996 og hét þá Klara Sveinsdóttir SU.


 Fyrsta veiðifærið ekki togveiðar

hann byrjaði að róa árið 1983 og fór þá ekki á togveiðar því að báturinn fór á línuveiðar og með bölum,

Jón Þórðarson BA þessi var 37,6 metra langur og í mars árið 1983 þá fiskaði báturinn nokkuð vel á línunni, 

alls landaði báturinn 192 tonnum í 14 róðrum og eins og sést í tölfunni að neðan þá var aflinn mjög brokkgengur.  mest 33 tonn í einni löndun og minnst 5,5 tonn,

uppistaðan í þessum 191 tonnum var steinbítur um 180 tonn
Jón Þórðarson BA
lína mars
dagur afli
5 18,59
7 14,9
10 8,9
11 5,5
15 7,2
17 21,0
18 16,7
19 14,9
23 33,0
24 14,0
25 6,2
26 16,2
28 10,5
29 4,2


Jón Þórðarson BA  þarna undir nafniu Drangavík ST.  mynd Tryggvi Sigurðsson