Gullborg VE. 600 tonna netamánuður. takk fyrir!Vertíðin 1981 var góð.  reyndar svo góð að allir netabátar í apríl voru að mokveiða og var veiðin ekkert smá hjá mörgum bátanna,

svo góð að margir netabátar náðu að fiska yfir 600 tonn á einum mánuði,

Einn af þeim bátum sem rótfiskaði var netabáturinn Gullborg  VE og þótt að Gullborg VE væri ekki stór bátur þá náði hann að koma með svo risastóra róðra í land að þetta jaðrar við lygasögu.

Eins og sést í yfirlitinu hérna að neðan þá voru róðrarnir mjög stórir og var t.d ein löndun 51 tonn og stærsti róðurinn var 72,2 tonn sem er ótrúlegur afli á einum degi í netin.

Ef við brjótum þetta upp og kíkjum á hvernig Gullborg VE fiskaði á viku þá er þetta ansi magnaður lestu.

Vika eitt.  frá 1. til 4 apríl
byrjar rólega 85,6 tonn í 4 róðrum ,

Vika 2. frá 5 til 11 apríl,

Þetta er nú bara rugl.  229 tonn í 6 róðrum eða 38 tonn í róðri.

Vika 3 frá 12 til 18 apríl.
Einungis tveir róðrar enn rosalegur afli.  105,3 tonn og hérna kom stóri róðurinn 72,2 tonn.

Vika 4 frá 19 til 25 apríl.
Róleg vika,  94,3 tonn í 4 róðrum ,

Vika fimm frá 26 til 30 apríl,
90,1 tonn í 4 róðrum ,

samtals gerði því þessa mokmánuður alls 604 tonn í 20 róðrum eða um 30 tonn í róðri 
Gullborg RE net apríl 1981.


Dagur Afli

1 21.6

2 19.1

3 20.8

4 24.1

6 50.2

7 30.2

8 32.4

9 41.0

10 29.1

11 46.2

13 72.2

14 33.1

22 19.5

23 19.7

24 27.3

25 27.8

27 46.7

28 20.2

29 17.5

30 5.7


Gullborg VE mynd Tryggvi Sigurðsson

comments powered by Disqus