Leyndarmálið um Lilju SH

Jæja kæru lesendur,


fyrir um 2 klst síðan þá setti ég inn lista yfir bátanna að 15 tonn í september  og þá er þar á toppnum bátur sem var skráður hjá mér sem Alda HU .  

þessi bátur er númer 2712 og hét áður Kristinn SH;

 Bestu lesendur 
Ég hef sagt oft við ykkur kæru lesendur að Aflafrettir eiga lang bestu lesendur sem nokkur fjölmiðill á.   því óhætt er að segjaj að skilaboðunum hafi ringt yfir mig á meðan ég sat að borða kvöldmat á Hótel Dyrhólaey þar sem ég er staddur núna.
og já fyrirsögnin á þessari frétt finnst ykkur kanski asnaleg, en mér fannst hún bara eiga ansi vel við því skráning sagði annað enn þið kæru lesendur heltu í tonnum á mig

og hvað var eiginlega málið,
jú það kom nefnilega í ljós að búið var að selja Ölduna HU til Rifs.  eða nánar tiltekið til útgerðar Guðbjarts SH á Rifi,

Guðbjartur SH á Rifi hefur róið með línubala undanfarin ár en í nýja bátnum er búið að setja beitningavél og samkvæmt mínum heimildum þá er vélin um 15 þúsund krókar sem gerir um 38 bala miðað við 400 króka í bala,

og nýi báturinn heitir ekki Guðbjartur SH , heldur er báturinn búinn að fá nafnið Lilja SH

á Rifi þá var þar bátur sem hét Lilja SH með númer 2540 og sá bátur fór á Skagaströnd og mun væntanlega fá nafnið Alda HU.

því má segja að þetta séu bátaskipti eða sölur.  Gamla Lilja SH kominn á Skagaströnd  (2540) og gamla Alda HU (2712) kominn til Rifs. enn það sem ruglaði mig í þessu var að Lilja SH er að róa frá Skagaströnd 

enn semsé núna er þetta komið á hreint og þið lesendur eruð bara geggjaðir.  get ekki annað enn sagt það.  


Lilja SH aður Alda HU.  Mynd Siggi,


Alda HU  Mynd Hafþór Hreiðarsson


Gamla Lilja SH sem væntanlega fær nafnið alda HU.  Mynd Siggi