Miklir yfirburðir Sandfells SU í Júní

Ég birti fyrir nokkru síðan lokalistann yfir bátanna yfir 15 BT í júni,


Ég var pínulítið fljótur á mér að skrifa þann lista sem lokalista því að tveir bátar komu með afla á listann eftir að ég birti listann,
Bíldsey SH kom með um 10,3 tonn og fór þv í í 106,5 tonn í 9 róðrum 
og Sandfell SU gerði ansi vel í síðasta róðri sínuim í júní því að báturinn kom með fullfermi eða 22,1 tonn miðað við endurvigtun og var þorskur af því 21,3 tonn,

Blautt uppúr bátnum þá var þetta um 26,4 tonn af þorski með 19,6% íshlutfall.

Þetta þýddi að Sandfell SU fór í 243 tonn í júní í 21 róðri og var þar af leiðandi langaflahæsti báturinn í júní og með mikla yfirburði yfir aðra báta í sínum flokki.

næstu á eftir Sandfelli SU var Óli á Stað GK sem er systurbátur Sandfells GK og var hann með 154 tonn í 21 róðrum eða um 90 tonnum á eftir.

Yfir landið þá var Sandfell SU í fimmta sætinu og var Jóhanna Gísladóttir GK sem er margfalt stærri bátur enn Sandfell SU ekki nema 3 tonnum á undan Sandfellinu,


Sandfell SU Mynd Jón Steinar Sæmundsson