Nýr bátur til Breiðdalsvíkur

Breiðdalsvík , lítill bær á Austurlandinu og þar var á árum áður nokkuð blómleg útgerð.   Togarar voru þar gerðir út, enn reyndar ekki jafn stóri togarar og í bæjunum í kring.  þar var t.d Andey SU og Hafnarey SU.  Hafnarey SU er ennþá til í dag og heitir Jón á Hofi ÁR


undanfarin ár þá hefur fyrirtækið Gullrún ehf þar í bænum keypt 2 báta, og byggt upp fiskvinnslu.  einn af eigendunum af því fyrirtæki er Elís Pétur Elísson.

Hann var fyrst með lítin bát sem hét Elli P SU.  seldi hann og keypti  gamla Magga Jóns KE frá Keflavík og skírði hann Ella P SU.

fyrir rúmu ári síðan þá keypti fyrirtækið Darra EA. sem er hvað þekktastur fyrir að hafa heitið Happadís GK og skírði þann bát Áka í Brekku SU,.

og núna var enn einn báturinn að koma í eigu þeirra,

Nýr Elli P SU kom til Breiðdalsvíkur fyrir nokkrum dögumi síðan og var þessi bátur keyptur frá Árskógssandi og hét þessi bátur þar Særún EA.

Þar á undan hét báturinn Hópsnes GK og var í eigu Stakkavíkur,

Að sögn Elís í stuttu samtali við Aflafrettir þá vantaði honum yfirbyggðan bát, enn hann hafði trekt á Ella P SU og dregið í poka á þeim báti og kom það vel út,

sagði hann að gamli Elli P SU væri hörkubátur og verður fróðlegt að sjá hvert sá bátur mun fara,

Þess má geta að allir þessi 3 bátar eiga sögu í Sandgerði því að allir bátarnir hafa róið frá Sandgerði að mestu eða öllu leyti

Aflafrettir óska útgerðinni til hamingju með nýja bátinn


Særún EA .  Nýi ElliP SU  Mynd Elís Pétur Elísson