Örfirsey RE löndun og stór bilun

Togarinn Örfirsey RE fór í september norður í Barnetshaf til veiða.  gengu þær veiðar nokkuð vel þangað til að bilun varð í skrúfubúnaði skipsins,


Bilunin var það alvarlega að það gat ekki sligt sjálft fyrir eigin vélarafli og tók olíuskipið Norsel Örfirsey RE Tog.  Norsel er 96 metra langt og 14,4 metrar á breidd.  mælist um 2500 tonn.

Farið var með Örfirsey RE til Batsfjord þar sem að landað var út togaranum.  Aflinn sló í fullfermi og var aflinn alls 847 tonn þá sem að þorskur var uppistaðan í aflanum eða 737 tonn,

Við bryggju í Batsfjord þá var kafari sendur undir togarann til að skoða skrúfuna og meta hvort hægt væri að gera við togarann meðan að Örfirsey RE væri á floti.  það reyndist ekki vera hægt.

og þar sem að slippurinn í Kirksnes  var uppbókaður þá þurfti að draga togarann til Svolvær þar sem að Skarvik er með slipp.    Polar Tug dráttarbátur dró Örfirsey RE þessa leið til Skarvikur

Þar var togarinn tekinn í þurrkví og þegar að skrúfan var tekinn af togaranuim þá kom í ljós að skiptiteinn sem stýrir stöðu skrúfublaðanna var brotinn og ekki hægt að gera við hann.  Þetta er nokkuð mikil viðgerð því smíða þarf nýjan tein frá grunni og mun þetta stoppa Örfirsey RE allan nóvember og áætlað er að togarinn fari ekki til veiða fyrr enn í Desember , og ef það næst þá er það frekar stuttur túr því að jólafrín eru þá að detta inn,

Í Svolvær býr ljósmyndaði sem Aflafrettir hafa oft notað myndir frá þegar fjallað er um norsku bátanna og hann var svo almennilegur í að fara í þurrkvínna og mynda togarann þar sem hann er þarna í húsinu.  
Færi ég Frode Adolfsen bestu þakkir fyrir þessar myndir.
Myndir Frode Adolfsen


Komið til Svolvær


Myndir Frode Adolfsen


Norsel áður Bergen Nordic olíuskipið sem dró Örfirsey RE þegar það bilaði


Dráttarbáturinn sem dró Örfirsey RE til Skarvikur


comments powered by Disqus