Þórkatla GK seld

Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins í smábátaútgerð er Stakkavík ehf í Grindavík.  Í fyrra haust þá fengu þeir nýjan Óla á Stað GK og var þá bátur með sama nafni seldur.  STakkavík átti lengi vel 3 gáskabáta sem allir voru eins og hétu þeir Hópsnes GK, Óli á Stað GK og Þórkatla GK.  Óli á Stað GK fór til Bakkafjarðar og fékk þar nafnið Halldór NS.  Hópsnes GK fór til Árskógsstrandar og fékk þar nafnið Særún EA.


Eftir stóð þá Þórkatla GK sem að Óðinn Arnberg skipstjóri flutti með áhöfn sína yfir á.

Núna hefur STakkavík stelt Þórkötlu til Djúpavogs til Búlandstinds sem er fyrirtækið sem er með aðsetur í húsnæði sem að Vísir Ehf í Grindavík var áður með.

Óðinn verðlaus!
Að sögn Hermanns eða Hemma í Stakkavík þá fylgdi Óðinn með í kaupunum en eins og Hemmi orðaði það sjálfur " Þá fékkst nú lítið fyrir hann Óðinn hahahah"

með í kaupunum þá fylgdi beitningavélin sem var í Þórkötlu GK og mun Óðinn og áhöfn hans fara austur til DJúpavogs og róa á bátnum þaðan til hausts þegar að nýi báturinn kemur til Stakkavíkur.  Mun Þórkatla GK veiða byggðakvóta sem að Búlandstindur er búinn að komast yfir.


Þórkatla GK Mynd Grétar Þór