Risaróður hjá Lilju SH, yfir 18 tonn

Mars er einn stærsti aflamánuðurinn á hverju ári, og þá má segja að það sé mokveiði hjá mörgum bátum. og skiptir þá ekki máli í hvaða veiðarfæri bátar eru að róa með,


Línuveiði er búinn að vera mjög góð núna í vetur, bæði frá Suðurnesjunum og Snæfellsnesinu,

 Lilja SH
Emil Freyr Emilsson skipstjóri á Liju SH lenti  heldur betur í mokveiði núna fyrir nokkrurm dögum síðan,

þeir fóru út með 14 þúsund króka og fóru um 25 mílur norðvestur út frá Rifi, grunlausir um  hvað var framundan,

þetta samsvarar um 31 bala,

 Allt fullt
þegar þeir voru búnir að draga 12 þúsund króka þá var báturinn orðin svo kjaftfullur af fiski að þeir náðu ekki að klára að draga restina af línunni,

þá var bara haldið heim á leið til Rifs, og þegar þangað var komið og búið að landa þá var niðurstaðan

18,5 tonn sem uppúr bátnunm komu.  af því þá var þorskur um 18 tonn,

 Gott verð
Allur aflinn fór á fiskmarkað og þrátt fyrir mikinn fisk þá var verðið nokkuð gott og var aflaverðmætið fyrir þennan túr um 5,4 milljónir króna,

Deginum eftir þá fór Emil aftur út og dró þá þessa 2000 króka sem eftir voru í sjór og fengust um 2,7  tonn á þá króka, það er um 620 kíló á bala

 Íslandsmetið, Féll það??
ef við skoðum afla á bala þá reiknast þessir 12000 krókar sem 27 balar.

og var því aflinn á bala 685 kíló sem er mokveiði, 

enn nei náðu ekki íslandsmetinu sem að Kristinn skipstjóri á Háey II ÞH setti fyrr á þessu ári

enginn mynd er til að bátnum með þennan risaafla, enn notum þessa mynd í staðinn




Lilja SH mynd Guðbjartur Þorvarðarson