Rosaleg veiði hjá Steinunni SF í mars.þá er þessi mars mánuður kominn á enda og margar aflatölur eiga eftir að koma inn og hérna á aflafrettir á eftir að koma með lokalistann yfir alla bátanna í mars,

eitt liggur þó fyrir.

hjá trollbátunum þá var Dala RAfn VE með ansi góðan mánuð , enn áhöfnin á Steinunni SF gaf í undir lokinn,

Dala Rafn VE var á toppnum fram að 28 mars, þá fóru Steinunnarmenn í gírinn og mokveiddu 

því  síðustu daganna í mars þá landaði Steinunn SF um 210 tonnum í aðeins 3 róðrum og það á rétt tæpum 4 dögum,

Steinunn SF kom með fullfermi 80 tonn eftir aðeins tæpan einn dag á veiðum.   

það má geta að lestin í Steinunni SF tekur aðeins minna en 80 tonn í lest og var því fiskur meðal annars í körum á millidekki.

deginum eftir þá kom Steinunn SF aftur til hafnar og aftur með fullfermi eða 75 tonn  og hérna erum við að tala um að túrinn er innan við einn sólarhringur á veiðum,

mánuðurinn endaði líka ansi rosalega hjá bátnum,

aflinn 958 tonn í 14 löndunum eða 68 tonn í löndun.


Steinunn SF mynd Björn Gunnar Rafnsson