rúm 4 þúsund tonna kvóti, enginn bátur, engin vinnsla!

Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði var atkvæðamikill útgerðamaður og fiskverkandi frá Eskifirði, Hann var 24 ára gamall þegar hann eignaðist hlut í fyrsta báti sínum og tók við stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar (HE) árið 1960 og gerði það fyrirtæki af stórfyrirtæki í útgerð á bátum, togurum og uppsjávarskipum.

Mörg þekkt báts nöfn voru í eigu HE, t.d Jón Kjartansson SU,  Guðrún Þorkelsdóttir SU,  Hólmatindur SU, Hólmanes SU svo dæmi séu tekinn,

Tímabilið 1.nóvember 1980 til 31.október 1983 voru nefnd viðminunarárin varðandi kvótan,  því fyrsta kvótaúthlutunin sem var gefin út 1.janúar árið 1984, miðuðst við veiði báta og skipa á þessum tíma.

Reyndar skekkti það doldið stöðuna hjá uppsjávarskipunum á þessum tíma að loðnubann var á þessum tíma í liðlega eitt og hálft ár, en þá fóru margir loðnubátar á aðrar veiðar.  flestir á trollveiðar, enn aðrir á línu, rækju og sumir fóru á net.  t.d var Sigurður RE á netum í smá tíma.

Bátar sem HE átti voru á þessum viðmiðunartíma að mestu á togveiðum, t.d Hólmatindur SU og Hólmanes SU sem voru togarar auk þess sem að Jón Kjartansson SU var líka á togveiðum.

Saman þá mynduðu þessi þrjú skip að mestu þann kvóta sem síðan að Hraðfrystihús Eskifjarðar fékk úthlutað og hefur síðan átt alla götur síðan
 og smávegis hefur verið keypt til viðbótar t.d árið 1998 þegar fyrirtækið kauðir Triton sem átti Gest SU og árið 2002 þegar að útgerðarfélagið vísir í sandgerði var keypt með 550 tonna kvóta. 

nafni fyrirtækisins var breytt árið 2003 yfir í Eskja ehf og heitir fyrirtæki því nafni í dag,

bolfisksvinnsla á vegum fyrirtækisins var hætt fyrir austan, en þó rak fyrirtækið um tíma fiskvinnslu í Hafnarfirði og var þá aðeins með einn bát sem veiddi bolfiskinn og var það línubáturinn Hafdís SU.

Kvótaastaðan fyrirtækissins er nokkuð góð því núna við nýjustu  úthlutun þá komu 4240 tonn miðað við þorskígildi til Eskju, enn það sem er kanski merkilegast við þann kvóta allann eru tveir hlutir,

1.  Eskja ehf á engan bát í dag sem veiðir bolfiskinn,

2.  Eskja ehf á enga fiskvinnslu sem vinnur bolfiskinn.

Hvar er þá kvótinn?

jú hann er allur vistaður á Jóni Kjartanssyni SU gamla bátnum og þar sem að Eskja á enga fiskvinnslu og notar kvótann sinn ekkert varðandi veiðar þá fer kvótinn svo til bara útum allt.
eða leigður útum allt og skapa þessi rúmlega 4 þúsund tonn ansi góðar leigutekjur fyrir Eskju ehf

t.d hefur Finnbjörn ÍS fengið 100 tonn af þorski 
Ottó N Þorláksson VE 84 tonn af þorski
Rifsnes SH alls 368 tonn af ýmsum tegundum, eins og t.d 125 tonn af þorski,  75 tonn af ýsu og 50 tonn af karfa

Þessi kvóti sem Eskja ehf á er gríðarlega verðmætur og ef hann yrði seldur þá eru það tæpir 11 milljarðar sem fást fyrir kvótann í sölu,

Sömuleiðis þá eru leigutekjur af þessum kvóta nokkuð góðar, eða á bili 700 til 950 milljónir króna,


Jón Kjartansson SU mynd Gunnerman