Stærsta fiskiskip Írlands!

Maður er alltaf að finna nýja hluti til að pæla í.


komst yfir skipaskránna yfir alla báta og skip í Írlandi og það er ansi merkilegt að bera það saman við Ísland,

á Íslandi eru um 1500 til til 1700 bátar á skrá enn í Írlandi í fyrra voru 1997 bátar á skrá,

Þrátt fyrir fleiri báta þá er aflinn þar margfalt minni enn á Íslandi.   Árið 2015 þá voru landaði 1,3 milljón tonna á Íslandi enn í Írlandi sama ár, aðeins 235 þúsund tonn.  

semsé aflinn margfalt minni á bát enn á íslandi,


Í Írlandi þá eru nokkur uppsjávarskip og stærsta fiskiskip í Írlandi er bátur sem heitir Western Endeavour.   Þessi bátur er smíðaður árið 1987 og er því orðin nokkuð gamall.   Báturinn er 71 metri á lengd.  12 metra breiður og mælist um 1988 tonn.

um borð í bátnum er 4000 hestafla vél,

kanski ekki stór miðað við Íslensku skipin.  

Í Írlandi eru núna 22 skip sem flokkast sem uppsjávarskip og eru þau frá 24 metra að lengd og uppí Western Endavour.  

Nafnið á skipinu kemur frá járnbrautarlest sem var fyrsta járnbrautarlestin sem gekk fyrir gufuafli sem fór þver yfir Ástralíu árið 1970.  alls 8000 km leið.  tók það ferðalag 22 daga allt í allt.


Mynd Magnar Lyngstad

Mynd Conor Mulligan

comments powered by Disqus