Steinbítsmok undir Látrabjargi. Kristinn SH með fullfermi

Þegar að steinbíturinn gefur sig þá hefur hann sig oftast með látum og bátar sem fara á þær veiðar eru oft á tíðum með ansi stóra róðra,


núna 25 mars þá fóru nokkrir bátar frá Snæfellsnesi og silgdu þvert yfir Breiðarfjörðin og lögðu línuna undir látrabjarginu.  og óhætt er að segja að þeir allir hafi lent í mokveiði. 

Sverrir SH kom með 15,7 tonn í land í einni löndun,

Signý HU 11,2 tonn í einni löndun,

Tryggvi Eðvarðs SH kom með kjaftfullan bát eða 21,3 tonn í land sem fékkst á aðeins 36 bala eða 591 kíló á bala.
Og reyndar þá landaði Tryggvi Eðvarðs SH 50,6 tonnum í 3 róðrum og var uppistaðan í þeim afla steinbítur,


Áhöfnin á Kristinn SH sem er stærsti báturinn sem fór þarna úteftir kom með drekkhlaðin bát til Ólafsvíkur því landað var úr bátnum 31,5 tonnum sem fengust á 68 bala.  það gerir um 463 kíló á bala,

Kristinn SH hafði veitt vel af steinbít róðranna þar á undan og landaði báturinn 95 tonnum í aðeins 4 róðrum eða um 24 tonn í róðri.

Skipstjórar voru tveir í þessum túrum.  Bárður Guðmundsson var með Kristinn SH í tveimur nýjustu róðrunum og þar á meðal stóra 30 tonna róðrinum og sonur hans Þorsteinn Bárðsson var með bátinn í hinum tveimur róðrunum ,Kristinn SH með 31,5 tonn mynd Þorsteinn Bárðsson


Tryggvi Eðvarðs SH Mynd Magnús Þór Hafsteinsson