Súlan EA 300. færð minning


Bæjarprýði er eitthvað mörg eða öll bæjarfélög eiga um landið.  

Hérna á Akureyri þá var það ekki hús eða stytta sem var bæjarprýði , nei heldur var það bátur.   Súlan EA 300.  

Útgerð Súlunnar á Akureyri átti sér langa sögu, allt aftur til ársins 1905 .  þrátt fyrir þetta langan í útgerð þá voru Súlurnar EA aðeins fjórar talsins.  og síðasta Súlan EA 300 var gerð út í 43 ár.

Undir það síðasta þá var útgerð Súlunnar EA í eigu Síldarvinnslunar á Neskaupstað.  

Síðasta löndun Súlunnar EA var í mars árið 2010 þegar að báturin kom með 821 tonn af loðnu til Neskaupstaðar.

Í September árið 2010 þá fór Súlan EA í síðasta skipti á sjó frá ÍSlandi því að bátnum var silgt til Belgíu þar sem að báturinn var rifinn niður.

Sverrir Leóson sem gerði út Súluna EA átti sér þann draum að reisa minnismerki um veru Súlunnar EA við Torfunesbryggju á Akureyri þar sem að Súlan EA lá á milli vertíðina.

Þegar hann féll frá þá tók fjölskylda hans við og lét reisa minnisvarða um verðu Súlunnar EA við bryggjuna,

Minnismerkið var settur staður svo til beint við bryggjuna og var hægt að lesa á minnismerkið og horfa á bryggjuna þar sem að Súlan EA lá

En í dag ef farið er að bryggjunni þá rekur maður strax augun í , hvar er minnismerkið?

jú það var nefnilega fært til og er komið svo til bakvið gráan skúr sirka 100 metra frá þeim stað sem að minnismerkið var fyrst sett upp.  þegar staðið er fyrir framan merkið og lesið þá blasir við flotbryggja.

Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og verður að segjast að aflafrettir finnst þetta vanvirðing við útgerð Súlunnar og Sverri að færa minnismerkið til svona í hvarf við upprunalega staðsetningu.  

Súlan EA var alltaf lögð við bryggju þar sem ´núna sjást hvalaskoðunarbátar en ekki við einhverja flotbryggju.  
Bryggjan þar sem að Súlan EA var áður er núna undirlögð í skoðunarbátum um eyjafjörðin.


En Bíddu hvar er minnismerkið?.  jú það er falið bak við grá húsið þarna á myndinni.


Súlan EA að koma til Helguvík árið 2010.  mynd Emil Páll


comments powered by Disqus