Trollbáturinn Geir RE með um 170 tonn

Trollbátarnir í dag eru stórir.  reyndar kanski ekki svo stórir miðað við lengd og breidd, heldur miðað við hversu öflugir þeir eru.  eins og hefur sést á trolllistanum á síðunni.  


Trollbátarnir á árum áður voru margfallt minni og svo til allir tóku trollið inn á síðuna, og þeir voru margir hverjir undir 100 tonn að stærð.

í Grindavík þá voru nokkrir trollbátar af minni gerðinni og þeirra þekktastur var heimabáturinn Kári GK sem ég hef birt smá klausu um sem lesa hjá hérna.

Geir RE 406
Í Grindavík og reyndar í fleiri höfnim t.d Sandgerði, Reykjavík, Þorlákshöfn og jafnvel Vestmannaeyjum þá var að landa í þessum höfnuim stálbátur sem var lengi gerður út frá Reykjavík.  Þessi bátur hét Geir RE 406 og stundaði í mörg ár einungis trollveiðar, þrátt fyrir að báturinn væri ekki nemaum 70 brl að stærð.

árið 1982 þá stundaði báturinn trollveiðar og lagði aflann upp hjá Fiskanesi í Grindavík.

Stór mai mánuður árið 1982
maí mánuður var ansi góður hjá Geir RE og hérna að neðan má sjá róðranna hjá bátnum og hvernig honum gekk,

Heildaraflinn hjá bátnum þennan maí mánuð var 173 tonn í 13 róðrum eða 13,3 tonn í róðri.  eins og sést á yfirlitinu að neðan þá komst báturinn mest í 21 tonn í róðri, og þessi afli verður nú að teljast nokkuð góður á báti sem var ekki stærri enn Geir RE 406 var.

Geir RE 406 Troll maí árið 1982


dagur afli

2 13.1

4 12.1

5 4.5

6 13.0

9 9.1

11 18.7

13 13.4

14 3.5

16 19.3

19 17.7

22 21.2

24 4.2

26 18.2

28 5.4


Geir RE mynd Tryggvi Sigurðsson


Eldey KE áður Geir RE mynd Sverrir Aðalsteinsson

comments powered by Disqus