Tveir nýir bátar á grálúðunni

í fyrra þá voru tveir bátar sem voru að veiða grálúðu á netum og voru það Kristrún RE og Erling KE með góðu móti,


núna í ár þá er bátunum aðeins farið að fjölga,

Kap II VE er kominn á veiðar.  og nýja Þórsnes SH fer fljótlega á þessar veiðar og mun hann eins og Kristrún RE frysta aflann um borð,

enn það eru líka komnir tveir bátar frá Norðurlandinu á þessar veiðar.  og þeir eru nú ekki stórir þessir tveir bátar, enn hafa samt landað grálúðu,

þessir tveir bátar eru Sæbjörg EA og Sæþór EA
Sæbjörg EA hefur landað 4,1 tonni af grálúðu í 3 róðrum.    Sæbjörg EA var með smá grálúðukvóta enn fékk leigt frá Ásgrími Halldórssyni SF um 15 tonn af grálúðu,


Sæbjörg EA Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson

Hinn báturinn er bátur sem við þekkjum mjög vel því hann er eini netabáturinn á norðurlandinu sem rær allt árið.  er það Sæþór EA,

hann er búinn að landa núna í júlí og aflatölurnar um Sæbjörgu EA er líka miðaðar við júlí.
Sæþór EA er ´buinn að landa 4,5 tonní 3 róðrum 

Sæþór EA er alveg kvótalaus af grálúðu enn fékk leigt frá þremur skipum Kap VE.  Múlaberg SI og já Ásgrími Halldórssyni SF 


Sæþór EA Mynd Magnús Jónsson

comments powered by Disqus