Þýskir í sæti númer 70.

Núna er lokalistinn fyrir báta að 8 BT í ágúst kominn á síðuna.  sá flokkur er risastór.  og ansi fjölbreyttur.  þar er líka að finna sjóstangaveiðibátanna sem eru á vestfjörðum,   Þar eru aðalega tvö fyrirtæki sem eru þar.  Iceland Pro Fishing sem er með bátanna sem heita allir Bobby og númer 1 til 25.  og eru þeir aðalega á Flateyri og Suðureyri,


Hitt fyrirtækið heitir Iceland Sea Angels og eru þeir með báta sína á Bolungarvík.  Súðavík og Tálknafirði.  

Góður ágúst
Ágúst mánuður var ansi góður fyrir þessa sjóstangaveiði báta því alls lönduðu þeir 94 tonnum í 466 róðrum  eða um 201 kíló í róðri að meðaltali. 

það sem vekur kanski mesta athygli í þessu tengist einmitt listanum bátar að 8 BT í ágúst.

Báturinn í sæti númer 70
því að í sæti  númer 70 var nefnilega báturinn SVanur BA 413 sem er sjóstangaveiðibátur, og var hann með rúm 7 tonn í 22 róðrum i ágúst og mest um 765 kíló í einni löndun,


Svanur BA mynd Páll Janus Traustason

comments powered by Disqus