11.maí. Vertíðarlok 2024

í gær 11.maí árið 2024, var dagurinn sem ekki er lengur til í dagatölum landsmanna, 


11.maí er lokadagurinn, lokadagur vetrarvertíðarinnar árið 2024.

í gegnum tíðina þá var þessu dagur ansi mikill og skipstjórar og sjómenn réru stíft þessa daga að 11.maí til þess að 

verða aflahæstir. 

núna er þetta ekki lengur svoleiðis,  því bátunum hefur fækkað mjög mikið, og þá aðallega netabátunum.

vertíðarlok táknar líka það að innan nokkura daga þá mun hið árlega vertíðaruppgjör koma út, enn ég hef skrifað 

um vertíðir núna í 19, ár.  fjallaði fyrst um vertíðina 2005 og til samanburðar vertíðina 1955.  fram til 2016 þá skrifaði ég 

í Fiskifréttir en árið 2017 þá hóf ég sjálfur að gefa út vertíðaruppgjörin.

í þessi 19 ár þá hafa vertíðaruppgjörin verið þannig að ég hef tekið fyrir þáverandi ár og síðan 50 ár aftur í tímann.

árið 2023, þá gerði ég breytingu á því og tók þá vertíðina 2023, og til samanburðar 1973 og bætti síðan við 1993.

núna þessa vertíð 2024, þá mun vertíðaruppgjörið verða um 2024,  1994, og 1974

eins og undanfarin ár þá er viðmiðið 400 tonn hjá bátunum og 200 tonn hjá smábátunum .

þessi 400 tonna viðmið hef ég haft alveg síðan ég fyrst skoðaði vertíðir, sem var árið 1944.  

ég mun tilkynna nánar þegar að vertíðaruppgjörið kemur út

en í því mun verða fjallað um 

Alla báta sem komust yfir 400 tonn, árið 2024--1994  og 1974

Togaranna öll þessi 3 ár

loðnuskipin öll þessi 3 ár

Set hérna inn mynd sem er hlutlaus, en hún er tekin  um 1996 og se´st að þarna er verið að landa loðnu úr Dagfara GK og líka
út Keflvíking KE 


Mynd Reynir SVeinsson