16 manns saknað eftir að Onega sökk

Það hefur verið þónokkur fjöldi skipa á veiðum í Barnetshafinu og eitt af þeim skipum sem hafa verið þar að veiðum 


er rússneski báturinn Onega.  Onega fór frá Kirkenesi í Noregi þann 14 desember á sjóinn og var við veiðar skammt frá Novaya Zemlya

í Arkhangelsk.  Veður þarna var orðið mjög vont og gríðarlega mikill kuldi.

um klukkan 05:30 í morgun fékk norska strandgæslan tilkynningu þess efnis að Onega hefði sokkið þarna.

Strax fóru á vettvang 5 fiskiskip sem voru þarna í grennd og tókst að bjarga tveimur af áhöfn bátsins.  

eitt lík hefur fundist en 16 manns er ennþá saknað, en 19 manna áhöfn var um borð í bátnum ,

Onega var bátur sem var smíðaður árið 1979 og 39,5 metra langur og 7,5 metra breiður.

Talið er að mikil ísing hafi orðið til þess að báturinn fór á hliðina og sökk á mjög skömmum tíma.  

um 30 stiga frost er þarna á svæðinu þar sem að báturinn sökk


Onega Mynd bairdmaritome.com