1600 tonna skelafli í september 1996.

Stykkishólmur við Breiðarfjörð var í tugi ára stærsta löndunarhöfn landsins þar sem að að skel kom á land


Nokkuð stór floti af bátum stundaði skelveiðar frá Stykkishólmi alveg fram til um 2003 þegar að veiðarnar voru bannaðar.

það voru að mestu þrjú fyrirtæki þar sem tóku á móti skel og unnu hana, það voru Rækjunes HF, Þórsnes HF og Sigurður Ágústsson HF

í næsta bæ, Grundarfirði þar var líka unnin skel en í töluvert minni mæli enn í Stykkishólmi.

í september árið 1996 þá var skelveiði mjög góð, en fáir bátar á veiðum.

9 bátar
Samtals voru níu bátar á veiðum og lönduðu þeir samtals 1611,3 tonnum af skel, eða um 179 tonn á bát.

Skiptist þessi afli þannig að 334 tonnum var landað í Grundarfirði af tveimur bátum.  Haukabergi SH og Farsæli SH.

Farsæll SH var reyndar stærsti báturinn sem stundaði skelveiðar, en þessi bátur hét lengi vel Eyvindur Vopni NS.

Fjórir með yfir 200 tonna afla
Fjórir bátar náðu yfir 200 tonna skelafla í septmber 1996.  

Það voru Grettir SH ( sem síðar varð Vestri BA) sem var með 214,2 tonn í 21 róðri.
Hrönn BA sem var með 225,2 tonn í 22 róðrum 
Kristinn Friðriksson SH sem var með 238,9 tonn í 21 róðri

og Svanur SH 111 sem var aflahæstur með 240,7 tonn í 21 róðri.

 Minnsti báturinn
Minnsti báturinn var Gísli Gunnarsson II SH sem var um 20 tonna eikarbátur.  Hann var með 95 tonn í 17 róðrum.

Skelbátarnir réru iðulega í fimm róðra hver bátur í viku, og réru þá einungis á virkum dögum.

 5 Róðrar
Ef við skoðum vikurnar  þá var þetta mesti afli sem bátur náði á viku

Grettir SH mest með 51,9 tonn í 5 róðrum 
Gísli Gunnarsson II SH mest með 28,5 tonn í 5 róðrum , enn fullfermi hjá honum varum 5,8 tonn.
Svanur SH mest 57,9 tonn í 5 róðrum 
Hrönn BA mest 52,3 tonn í 5 róðrum, en þessi bátur var með sknr 1252
Haukaberg SH mest 43,1 tonn í 5 róðrum, landaði í Grundarfirði.
Þórsnes II SH mest 54,1 tonn í 5, en báturinn hóf skelveiðar um miðjan september, var þar á undan á rækju
Ársæll SH mest með 52,1 tonn í 5 róðrum, þessi bátur var með sknr 1458
Farsæll SH mest , 50,8 tonn í 5 róðrum, landaði í Grundarfirði
Kristinn Friðriksson SH mest 57,7 tonn í 5 róðrum.


Kristinn Friðriksson Mynd álasund