17 þúsund tonn af loðnu

Núna þessa vertíð 2024, þá hefur gengið mjög illa að finna loðnu


í veiðanlegu magni hérna við Ísland, og það gerir það að verkum að engar loðnuveiðar eru núna þennan vetur

aftur á móti þá eru bátar í Noregi byrjaðir að veiða loðnu í Barentshafinu, og þegar þetta er skrifað.

þá eru 39 bátar í Noregi búnir að landa loðnu

og samtals hafa bátarnir í Noregi landað rúmum 17 þúsund tonnum af loðnu

loðnuveiðar í Noregi hófust 1.mars síðastliðinn og flestir bátanna hafa landað í eitt skipti

Fjórir loðnubátar hafa landað yfir eitt þúsund tonum 

Fiskebas SF-230-F hefur landað 1001,3 tonn í einni löndun 

Vikingbank R-11-K með 1268,1 tonn í 2

Eros M-29-HÖ 1294, tonn í 2
og Gerda Marie H-365-AV 1743,8 tonn í 2 löndunum,.

Áætlað aflaverðmæti hjá Gerdu Marie er um 91 milljón króna og það gerir um 52 krónur í Meðalverð.

Flestir bátanna eru stórir enn minnsti báturinn sem er á loðnuveiðum í Noregi heitir Andopsværing F-43-Bd og er sá bátur 21 metra langur, og hedfur landað 98,7 tonn í einni löndun


Gerda Marie Mynd frá þeim 


Andopsværing Mynd Kai Nikolasen