3 togarar, 32 þúsund tonna afli.


Nú er nýjasti frystitogaralistinn yfir togaranna á íslandi kominn á aflafrettir og kemur þá þar í ljós

að Sólberg ÓF er sá fyrsti sem veiðir yfir 10 þúsund tonnin,

Ef horft er á togaranna í  Noregi,  Færeyjum og á ÍSlandi þá er staðan þannig að samtals í þessum þremur löndun 

að þá eru þrír togarar komnir yfir 10 þúsund tonna afla,

Efstur er Atlantic Star í Noregi sem er heilfrystiskip og þetta skip á sér sögu til Íslands því að þegar það var byggt

þá hét það fyrst Helga RE en var selt til Noregs í lok árs 1999 og síðan var skipið lengt og er núna 75 m langt enn var 60 metrar.

Þessi togari  hefur veitt núna alls 11495 tonn í 11 löndunum og mest 1401 tonn í löndun.


Atlantic Star mynd Eli Poulsen

Í öðru sæti er Sólberg ÓF frá Íslandi með 10575 tonní 10 löndunum og mest 1765 tonn í löndun, og er Sólberg flakafrystitogari,

Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson

og númer 3 er annar togari frá Noregi sem heitir Havstrand og er 69 metra langur,

Havstrand hefur veitt alls 10214 tonn í 9 löndunum og mest 1635 tonn í einni löndun.  Havstrand er heilfrystiskip eins og Atlantic Star.


Havstrand mynd Ole Kristian Hammero

Sá sem er aflahæstur í Færeyjum er Akraberg með um 7600 tonn.