36 þúsund tonn óveidd af ufsa

Núna þetta fiskveiði ár 2022-2023 þá var ansi vel lagt í ufsakvótan.


úthlutun var samtals 56500 tonn, og mikið hafði verið fært yfir frá fiskveiðiárinu 2021-2022 eða rúm 14 þúsund tonn.

Samtals var því ufsakvótinn þetta fiskveiðiár alls rúm 73 þúsund tonn.

þrátt fyrir gríðarlega mikinn og stóran ufsakvóta þá hefur aðeins verið veitt samtals 32 þúsund tonn af ufsa

yfir á næsta ár þá er búið að millifæra alls 5300 tonn.

og eftir stendur því um 36 þúsund tonn af óveiddum ufsakvóta.

það skip sem á mest eftir að ufsakvóta er togarinn Viðey RE sem á þrjú þúsund tonn eftir óveidd. 
þetta kemur nokkuð á óvart, því Viðey RE hefur verið mjög atkvæðamikill á ufsaveiðum undafarin ár.

 Mest óveitt af ufsa
næstur á eftir honum er Guðmundur í NEsi RE með 2346 tonn óveitt, en hann er mest í grálúðunni.
þessi mikli ufsakvóti togarans kemur frá Sólborgu RE en allur kvótinn af honum var færður yfir á Guðmund í Nesi RE,
Akurey RE á eftir 2000 tonn
Arnar HU á eftir 1630 tonn.
Uppsjávarskipið Víkingur AK á eftir 1416 tonn óveitt af ufsa, en Víkingur AK veiðir engann ufsa, og þessi kvóti kemur allur frá
Sólborgu RE og var notaður meðal annars í skipti yfir í loðnu.

Vestmanney VE sem er 29 metra togari á eftir 832 tonn
Sigurfari GK sem er dragnótabátur á eftir 669 tonn.

Mest millifært á smábát
Enginn smábátur er með mikið magn af óveiddum ufsa, en sá smábátur sem hefur mest verið fært af ufsa á er Addi Afi GK en á hann hafa verið færð alls 115 tonn af ufsa
þar á eftir kemur Elley EA með 83,5 tonn
Björn Hólmsteinsson ÞH 70 tonn, en þessir báðir eru á netum

Agla ÁR sem er á færum eins og Addi Afi GK er með 55 tonn af ufsa sem búið er að færa yfir á bátinn.
Hafdalur GK, búið er að færa yfir á hann 51 tonn og á Dímon GK er búið að færa 49 tonn af ufsa.

 Mun mikið brenna inni?
mjög stutt er eftir af fiskveiðitímabilinu og margir handfærasjómenn hafa hugsað sér að reyna að eltast við ufsann
því gríðarlega mikið magn af ufsa er óveitt, og ljós er að nokkur þúsund tonn af ufsa munu brenna inni þegar næsta fiskveiði ár hefst 1.september næstkomandi


Viðey RE mynd Hólmgeir Austfjörð