586 tonn í dragnót í mars hjá Skolmen í Noregi.

Hérna á Íslandi eru svo til allir dragnótabátarnir sem veiða hérna við Íslands


sem eru með kör um borð og aflinn er í svo til öllum tilfellum slægður um borð og ísaður í kör.

Aftur á móti í Noregi þá eru þar mjög margir dragnótabátar sem líka eru að stunda veiðar 

á síld og loðnu og þar þegar þeir eru á dragnót að þá er bolfiskinum dælt í lestar í viðkomandi bátum 

og geymdur þar í sjó, og dælt síðan frá borði og í kör og þar er aflinn slægður og ísaður og síðan unnin.

einn af þeim bátum sem stundað svona veiðar varðandi dragnót er bátur sem heitir 

Skolmen N-25-VV.  þessi bátur á sér nokkuð langa sögu í Noregi og hefur verið gerður út þar síðan 1998.

til að mynda þá veiddi báturinn árið 2023, alls um 3700 tonna afla og af því þá voru um 1900 tonn af síld og loðnu,

Núna í mars 2024 þá hefur báturinn verið á dragnót og veitt ansi vel

var með 587 tonn í mars í 16 róðrum ,  og það gerir 36,8 tonn í róðri og tvær stærstu landanir bátsins voru báðar um 93 tonn

af þessum afla þá voru 164 tonn af ufsa,  158 tonn af ýsu og 243 tonn af þorski.

áætlað aflaverðmæti bátsíns núna í mars eru í íslenskum krónum um 126 milljónir króna, og það gerir um 215 krónur á kíló.


SKolmen


bolfiskinum dælt frá borði og í kör  myndir frá FB síðu þeirra


Skolmen mynd Eskil Persen

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson