62 ára gamall bátur fyrstur með síld i Noregi

Undanfarin ár þá hefur það verið þannig í Noregi að bátar sem stunda veiðar með nót þeir fara strax eftir hver áramót


til veiða á síld og makríl.  

Og þessi janúar er enginn undantekning.  því fyrstu bátarnir fóru strax á sjóinn 2.janúar og fyrsti báturinn sem landaði síld

var Idse Jr R-11-ST, þessi bátur er 12,99 metra langur og kom í land alls tvisvar þann 2.janúar.

fyrst klukkan 0212 með 25 tonn af síld, og kom síðan aftur klukkan 0406 með 15 tonn af síld.

5.janúar var ansi stór í Noregi því  þá komu alls 6300 tonn á land í 53 löndunum af síld.

flestir bátanna sem stunda þessar veiðar svona snemma í janúar eru litlir bátar eða á bilinu 10 til 20 metra langir

enn frá áramótum þá hafa um 40 þúsund tonn komið á land og stærstur hluti þess er síld .

Þess má geta að þessi bátur Idse Jr, sem var fyrstur í Noregi til þess að landa síld er smíðaður árið 1960 og er með 250 hestafla vél


Idse Jr mynd Sigmund olsen