7000 tonna rækjuafli í janúar árið 1996.

Ég er á kafi í aflatölum allan dagin, annaðvhort með því að fylgjast með veiðum núna árið 2023, og veiðum aftur í tímann


ég hef hérna á aflafrettir birt ansi margar fréttir um veiðar aftur tímann sem fer þá allt í flokk sem heitir " Gamlar Aflatölur".

Núna árið 2023 er vægast sagt mjög skrýtið.  það lítur nefnilega út fyrir það að sjórinn allt í kringum landið okkar sé fullt af fiski, og þá sérstaklega þorski,

en á sama tíma þá er humarstofninn hruninn og rækjuveiðar brotabrot af því sem var í gangi á árum áður.

Ég er enginn háskólamenntaður sjávarútvegsfræðingur enn það má lesa ýmislegt úr aflatölum, og núna er ég að vinna í árinu 1996, en árin frá 1990
og til 2000 voru gríðarlega góð ár á veiðum bæði á rækju og humri, enn á sama tíma þá var þorskveiði togaranna frekar dræm. 

Núna árið 2023 snýst þetta við. allt fullt af þorski enn rækjuveiði treg.  

Janúar 1996
ætla að sýna ykkur janúar árið 1996.

hann er vægast sagt rosalegur varðandi rækjuna,

núna árið 2023 þá er veiði bátanna rétt skríður í 5 þúsund tonn og Hafró er búið að gefa það út að næsta fiskveiðitímabil þá verði rækjuveiðin 
aðeins 5023 tonn.

í janúar árið 1996.  þá var heildarrækjuveiðin alls 7109 tonn.
já segi ég og skrifa,  Sjö þúsund tonn eitt hundrað og níu tonn.

Þetta er rosalegur afli.

á bak við þennan afla voru 37 togarar og frystiskip
og 83 rækjubátar.  
mest af rækjubátunum voru innanfjarðarrækjubátar.þ

og þeir dreifust víða.
Öxarfjörður, þar voru þrír bátar á veiðum og lönduðu þeir á Kópaskeri.  þeirra hæstur var Þorsteinn GK 15 með 51,9 tonn í 17 róðrum,

Skjálfandi.  Þar 4 bátar og lönduðu þeir á Húsavík.  Þeirra hæstur var Guðrún Björg ÞH með 76 tonn í 21 róðri,

Skagafjörður.  þar voru 3 bátar og lönduðu tveir þeirra , Jökull SK og Sandvík SK á Sauðárkróki og Berghildur SK landaði á Hofsósi.  
Berghildur SK var líka aflahæstur með 65 tonn í 15 róðrum,

í Húnaflóa var mikil veiði og fjallað verður nánar um það í annar frétt, enn þar voru 18 bátar og lönduðu bátarnir að mestu á 
Hvammstanga, Hólmavík og Drangsnesi.  

Ísafjarðardjúp var stærsta af innanfjarðarrækjuveiðunum enn bátarnir þar voru alls 27 sem lönduðu á Súðavík,ÍSafirði og Bolungarvík.

Bátarnir í Ísafjarðardjúpinu náði flestir að fara í 20 róðra, og heildaraflinn þar var alls 703 tonn.  
Aflahæstur var Halldór Sigurðsson ÍS ( sem árið 2023 heitir Valur ÍS ), með 46 tonn í 21 löndun og næstur á eftir honum var
Gissur Hvíti ÍS 114 með 43 tonn í 21 róðri.
Tveir aðrir bátar náðu yfir 40 tonna afla.  það voru Aldan ÍS ( sknr 2019) með 42,9 tonn í 21 róðri 
og Páll Helgi ÍS með 40 tonn í 22 róðrum.

Síðan var það Arnarfjörður.  þar voru 9 bátar á veiðum og lönduðu þeir allir á Bíldudal,  þar var hæstur Höfrungur BA með 20 tonn í 12 róðrum.

Úthafsrækjubátarnir voru nokkrir og var ansi góð veiði hjá þeim,  enn þó langmest hjá Helgu RE sem landaði alls 183 tonnum í 4 róðrum 
og mest 56 tonn í einni löndun..


Hjá Togurnum þá voru eins og að ofan segir 37 á veiðum og var mokveiði hjá þeim öllum.

Pétur Jónsson RE var langaflahæstur enn hann kom með 396 tonn af frysti rækju í einni löndun.
Blængur NK kom þar á eftir með 344 tonn í 2 löndunum af frystri rækju,

og má geta þess að Blængur NK kom með 208 tonn til Neskaupstaðar eftir aðeins 10 daga á veiðum.  af rækju

ísfiskstogar voru ansi margir og veiði þeirra var mjög góð 
til að mynda þá var 
Jöfur ÍS með 150,5 tonn í 4 löndunum á Hvammstanga
Heiðrún ÍS með 134,9 tonn í 4 í Bolungarvík.
Hrímbakur EA 165,2 tonn í 5 á Ísafirði
Sigluvík SI 125,7 tonn í 3 á Siglufirði
Framnes ÍS 185,1 tonn í 4 á Ísafirði og mest 60,6 tonn.

Stálvík SI 203,4 tonn í 4 og mest 61,4 tonn í einni löndun,

Stálvík SI var næstaflahæsti rækjutogarinn í janúar árið 1996.

enn sá sem var aflahæstur var Bessi ÍS sem landaði í fjögur skipti á Súðavík
alls 273,6 tonnum og mest 73,5 tonn í einni löndun.  


Bessi ÍS mynd Tryggvi Sigurðsson