Aðalbjörg RE fyrstur dragnótabátanna, 2017

Það birtust smá klausur hérna um hvaða bátar hafi verið fyrstir á sjóinn eftir verkfallið.

en hvað með dragnótabátanna.  og þá er verið að meina þá báta sem voru í verkfallinu, því að í verkfallinu þá voru nokkrir bátar sem voru að róa.

jú það var nefnilega Aðalbjörg RE sem fór fyrst á sjóinn af dragnótbátunum.  og þeir félagar þar um borð lögðu á síg ansi langt og mikið ferðalag.

fóru frá Reykjavík klukkan 0300 um nóttina 20 febrúar og silgdu yfir Faxaflóann og alla leið út af Hafnarleir undir Hafnarberginu þar sem þeir voru við veiðar.

Þeir voru líka fyrsti dragnótabáturinn sem kom til hafnar á Suðurnesjunum með afla eftir verkfallið en þeir komu til Sandgerðis og lönduðu þar.  

Mánaðarveltingur á 17 tímum
Skipstjórinn á Aðalbjörgu RE sagði að mikill sjór og veltingur hefði verið allan þennan langa túr sem var þá orðin um 17 tíma langur.  og eins hann orðaði það.  " erum búnir að taka út velting fyrir heilan mánuð í þessum túr".

Vegna þess að þeir á Aðalbjörginni RE mega ekki einbeita sér í þorskinum þá voru þeir helst að eltast við kolan og voru þeir með 7,5 tonn , og af því þá þorskur um 3,5 tonn sem fékkst í einu hali.  um 4 tonn af kola voru með