Aflafrettir á Fáskrúðsfirði

það er ansi oft sem ég er í hringferðum um landið okkar fallega, og oft á tíðum þá ek ég inn og út Fáskrúðsfjörð.


það kemur af og til að ég gisti í þessum bæ sem ég á pínu tengingu við.  því sumarið 1996 þá var ég á loðnubátnum Bergur Vigfús GK

og við vorum á sumarloðnu og lönduðum á Fáskrúðsfirði. Bergur Vigfús GK hét áður Keflvíkingur KE.

skipstjóri á bátnum var Grétar Mar og var það ansi eftirminnanlegt sumar, gekk á ýmsu

núna 10 september þá gisti ég með hópinn minn á hótelinu á Fáskrúðsfirði og hótelið er ansi skemmtilega staðsett því hótelið 

er svo til við hliðina á fiskvinnslu Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði,

það var ansi fallegt veður þegar ég vaknaði í morgun 11.sept og þá hitti svo vel á að Ljósfell SU 

var að koma í land , en það hafði verið kallað inn til löndunar því það vantaði fisk í vinnsluna,

Hafrafell SU og Sandfell SU eru báðir í slipp og því þarf að kalla Ljósafell SU inn af og til

Reyndar hefur Ljósafellinu SU gengið ansi vel það sem af er þessu fiskveiði ári því að þeir hafa komið í fjögur skipti í land

og landað alls um 250 tonnum 

átti ansi gott spjall við Birgir Karlsson en hann er meðal annars á krananum  sem sést þarna á bryggjunni, en hann er búin að vinna hjá fyrirtækinu í yfir 50 ár








Myndir Gísli Reynisson