Aflahæsti bátur ársins 2020 er?

Jæja þá eru allar aflatölur komnar í hús fyrir árið 2020,


og það þýðir að ég get farið að birta lista yfir flokkanna sem við skoðum um hver er aflahæstur í þessum og þessum flokki

Enn flokkarnir eru eftirfarandi

Dragnót
Netabátar með grálúðu
Netabátar án grálúðu 
bátar að 8 BT
bátar að 13 BT
bátar að 21 BT
bátar yfir 21 BT
línubátar
Togarar
færabátar
humarbátar
rækjubátar
frystitogarar
annað. t.d sæbjúga, ígulker og fleira

ég hef ekki ákveðið í hvaða röð ég mun birta þessar lokatölur fyrir árið 2020, enn það verður endað á frystitogurnum,

og könnuninn sem hefur verið í gangi um þetta er kominn á lokatíma, enn ég mun halda henni gangangi þangað til ég 

mun birta fyrsta lista.  og þá mun ég loka henni og ný könnun kemur

núna hafa um 500 manns tjáð skoðanir sínar og er ég mikið þakklátur fyrir hversu vel þið takið í það,

enn þið ykkar sem viljið tjá ykkur þá er síðasti séns núna


Læt fylgja með einhverja mynd svo þessi pistill verði ekki myndlaus.  þessi mynd var tekinn í Grundarfirði fyrir nokkrum árum síðan

Mynd Gísli Reynisson