Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2023

Þá er komið að næsta yfirliti

enn ég er búinn að birta lista yfir aflahæstu bátanna að 8 BT fyrir árið 2023
og núna kemur listinn yfir aflahæstu bátanna að 13 bt árið 2023

strax tek ég eftir því að árið 2023 var töluvert verra enn árið 2022

því árið 2023  voru aðeins 8 bátar sem yfir 100 tonnin náðu en árið 2022 þá voru 16 bátar sem náðu yfir 100 
tonna afla.

töluverð aflaminnkun hjá hjá þónokkrum bátum.  t.d hjá Guðrúnu GK sem var með 66 tonna afla árið 2023, en árið 2022
var báturinn með 133 tonna afla.  
Tjálfi SU var líka með ansi mikla aflaminnkun , var árið 2022 með 141 tonn en árið 87 tonn.

Gísli ÍS sem er í sæti númer 37 strandaði og skemmdist ansi mikið um sumarið 2023, og hætti því veiðum en náði engu að síður
inná þennan lista
Rún EA sem er í sæti númer 13, var númer 3 árið 2022, enn hét þá Særún EA

 Tveir bátar með yfirburði.  
En það voru tveir bátar sem báru af í þessum flokki báta.  Signý HU og Toni NS, og það var ekki fyrr en á milli jóla og nýárs

og nánar var það ekki fyrr enn í síðata róðri Signýar þegar að báturinn kom með 4,7 tonn í land 
að Signý HU komst frammúr Tona NS, því að Toni NS réri ekkert frá 13.des, en fram að því þá var Toni NS aflahæstur

og munurinn á þeim þegar upp var staðið var aðeins rúm 3 tonn sem er nú ekki mikill munur , sérstaklega þegar að 
báðir bátarnir náðu báðir í kringum 260 tonna afla

Vel get hjá þeim báðum.

 En hvað sögðu þið.

Jú þið giskuðu rétt á að Signý HU yrði aflahæstu því að 33% giskuðu á að báturinn yrði hæstur
29 % giskuðu á að Kári SH yrði hæstur
24 % á að Petra ÓF yrði hæstur

enn aðeins 14% á að Toni NS yrði hæstur.  
En já eins og þið sjáið þá átti Toni NS frábært ár 


Signý HU mynd Vigfús Markússon



Sæti Sæti árið 2022 Sknr Nafn Afli Landanir Veiðarfæri Meðalafli
40 34 1790 Kambur HU 24 46.68 33 færi,grásleppa 1.4
39
7143 Hafey SK 10 47.65 32 færi,grásleppa 1.5
38
7040 Kristbjörg SH 84 47.82 18 grásleppa 2.6
37 12 1909 Gísli ÍS 22 48.42 42 Færi 1.2
36
2969 Haukafell SF 111 49.59 45 Færi 1.1
35
7531 Grímur AK 1 50.22 28 Færi 1.8
34
7461 Björn Jónsson ÞH 345 51.03 44 færi,grásleppa 1.2
33
2110 Júlía SI 62 52.73 40 færi,grásleppa 1.3
32
2558 Héðinn BA 80 53.93 45 færi,grásleppa 1.1
31
2421 Fannar SK 11 54.80 21 færi,grásleppa 2.6
30 30 2452 Viktor Sig HU 66 54.95 57 Færi 0.96
29 20 2426 Siggi Bjartar ÍS 50 55.35 45 Færi,Grásleppa 1.2
28
7335 Tóti NS 36 55.68 43 Færi 1.2
27
2447 Ósk ÞH 54 55.92 66 Net, grásleppa,færi 0.84
26 21 2360 Ásbjörn SF 123 57.20 29 Færi 1.9
25 22 2314 Þerna SH 350 59.47 21 Lína 2.8
24
2392 Elín ÞH 82 60.33 34 Færi,Grásleppa 1.7
23
2497 Oddverji SI 76 61.27 42 Færi,Grásleppa 1.4
22
2782 Hlöddi VE 98 62.83 55 Færi 1.1
21 23 2437 Hafbjörg ST 77 63.50 39 Net,grásleppa 1.6
20 8 2398 Guðrún GK 90 66.24 59 Færi 1.1
19 31 2069 Blíðfari ÓF 70 67.94 59 Færi,Grásleppa 1.1
18
2813 Magnús HU 23 68.28 21 Grásleppa 3.2
17 13 1831 Hjördís SH 36 69.89 56 Færi,Grásleppa 1.3
16
2495 Hrönn NS 50 73.95 58 Færi,Grásleppa 1.3
15 3 2711 Rún EA 351 75.21 32 Net,grásleppa 2.3
14 19 2432 Njörður BA 114 75.95 37 Lína,Færi 2.1
13
2458 Vonin NS 41 76.27 52 Færi,Grásleppa 1.5
12 11 2256 Guðrún Petrína HU 107 84.41 55 Færi,Grásleppa 1.5
11 33 2331 Brattanes NS 123 84.82 58 Færi,Grásleppa 1.5
10
2006 Án BA 77 86.32 50 Færi,Grásleppa 1.7
9 7 1915 Tjálfi SU 63 86.59 33 Dragnót,net 2.6
8 10 2383 Sævar SF 272 100.39 69 Færi 1.4
7 16 2866 Fálkatindur NS 99 103.96 48 Lína 2.2
6 6 2307 Sæfugl ST 81 111.20 49 Lína,Grásleppa 2.3
5 9 1963 Emil NS 5 157.70 43 Lína 3.6
4 5 2589 Kári SH 78 166.35 62 Lína, Færi, Grásleppa 2.7
3 4 2668 Petra ÓF 88 190.67 51 lína, grásleppa 3.7
2 3 2656 Toni NS 20 257.60 69 Lína 3.7
1 1 2630 Signý HU 13 260.95 62 Lína, grásleppa 4.2