Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2025

það má segja að það sé af sem áður var.


því fyrir um 20 árum síðan þá var í þessum flokki mjög margir bátar sem voru að mestu að 

róa á línu mest allt árið og margir bátar í þessum stærðarflokki sem náðu yfir 100 tonna ársafla og sumir bátanna

vel yfir það

núna árið 2025 þá voru aðeins sex bátar í þessum flokki sem náðu yfir 100 tonna afla og það vekur athygli að þrír þeirra

voru bátar sem voru að landa á Borgarfirði Eystri.

Allir bátarnir á þessum árslista voru að stunda veiðar með Færi, línu og grásleppu,

þó voru tveir bátar sem voru að róa með veiðarfæri sem enginn annar bátur var að róa með.

það er Tjálfi SU frá Djúpavogi, en hann var að stunda hluta af árinu veiðar með dragnót, og er Tjálfi SU minnsti dragnótabátur landsins,

og hinn báturinn er Emilía AK sem var eini báturinn á landinu sem var að stunda krabbaveiðar, en hann var að veiða grjótkrabba

inn í Hvalfirði og landaði öllum aflanum sínum á Akranesi,

Annars var einn bátur með afgerandi mestan afla

og var það Toni NS 20 frá Borgarfirði Eystri, en hann réri á línu allt árið

og var með mjög mikla yfirburði í afla, því að 

Toni NS var eini báturinn í þessum flokki sem veiddi yfir 200 tonna afla, og gerði betur en það því að aflinn hjá Tona NS

fór yfir 300 tonn , eða í 312,5 tonn sem er ansi gott, hann var líka með flestar landanir og mesta meðalafla

Toni NS aflahæsti báturinn að 13 BT árið 2025

Toni NS Mynd Gísli Reynisson



Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Veiðarfæri Meðalafli
40 2803 Hringur ÍS 305 42.03 38 Færi 1.1
39 2392 Elín ÞH 82 42.88 33 Færi, Grásleppa 1.3
38 2711 Rún EA 351 42.97 44 Færi 0.9
37 2557 Sleipnir ÁR 19 43.26 19 Færi 2.3
36 1775 Ás NS 78 44.64 28 Færi, Grásleppa 1.6
35 7067 Hróðgeir hvíti NS 89 45.10 48 Færi 0.94
34 2951 Siggi á Bakka SH 228 45.65 40 Færi 1.1
33 2783 Ásdís ÞH 136 47.55 34 Færi, Grásleppa 1.4
32 2447 Ósk ÞH 54 47.57 70 Net 0.67
31 2314 Þerna SH 350 47.72 33 Lína 1.4
30 2437 Hafbjörg ST 77 47.72 44 Net, Grásleppa 1.1
29 2452 Viktor Sig HU 66 51.16 64 Færi 0.79
28 6945 Gísli EA 221 51.33 47 Færi, Grásleppa 1.1
27 2398 Guðrún GK 90 51.83 43 Færi 1.2
26 2145 Dóra Sæm HF 70 52.36 50 Færi 1.1
25 2367 Emilía AK 57 53.01 71 Færi, Krabbaveiðar 0.74
24 2045 Guðmundur Þór AK 99 53.03 43 Færi 1.2
23 2421 Fannar SK 11 54.10 22 Færi, Grásleppa 2.4
22 1790 Kambur HU 24 54.41 45 Færi, Grásleppa 1.2
21 2458 Vonin NS 41 55.13 34 Færi, Grásleppa 1.6
20 7461 Björn Jónsson ÞH 345 55.17 52 Færi, Grásleppa 1.1
19 2110 Júlía SI 62 57.34 38 Færi, Grásleppa 1.5
18 2125 Fengur EA 207 57.65 46 Færi, Grásleppa 1.2
17 2006 Án BA 77 58.12 52 Færi, Grásleppa 1.1
16 2331 Brattanes NS 123 61.13 45 Færi 1.4
15 2069 Blíðfari ÓF 70 61.89 58 Færi, Grásleppa 1.1
14 7472 Kolga BA 70 63.53 56 Færi, Grásleppa 1.2
13 2939 Katrín II SH 475 63.80 52 Færi 1.2
12 2357 Norðurljós NS 40 64.48 32 Færi, Grásleppa 2.1
11 2432 Njörður BA 114 64.75 29 Færi,Lína 2.3
10 7126 Kvikur EA 20 65.04 41 Færi, Grásleppa 1.6
9 2326 Konráð EA 190 65.12 77 Færi, Grásleppa 0.84
8 2383 Sævar SF 272 74.56 53 Færi 1.4
7 2589 Kári SH 78 88.17 48 Færi,Lína 1.8
6 2866 Fálkatindur NS 99 115.44 42 Lína 2.7
5 2668 Petra ÓF 88 115.56 48 Lína 2.5
4 1915 Tjálfi SU 63 115.97 43 Dragnót, Net 2.7
3 2307 Sæfugl ST 81 135.74 61 Færi,Lína 2.2
2 1963 Emil NS 5 170.57 58 Lína 2.9
1 2656 Toni NS 20 312.55 99 Lína 3.1