Aflahæstu bátar að 8 bt árið 2021

Þá byrjum við á bátunum og hérna er fyrsti listinn,  hann er um minnstu bátanna sem eru að róa við landið,  og jafnframt


er þetta líka sá flokkur sem hefur flesta bátanna,  enn í heild voru þeir um 900 sem voru á skrá.

þeir bátar sem voru á grásleppuveiðum áttu ansi gott ár og það sést vel hérna að neðan að grásleppan kom ansi mörgum 

bátum inná listann og sumum hverjum mjög ofarlega á listann.

einn bátur stundaði einungis grásleppuveiðar á árinu og var það Björt SH og það skýrir hversu mikinn meðalafla báturinn er með

því að Björt SH er með 4,5 tonn í róðri að meðaltali sem er má segja fullfermi í hverjum einasta róðri,

alls komust 4 bátar yfir 100 tonnin og á toppnum er kanski minnsti fjölveiðibátur landsins,

Birta SH, enn báturinn var á línu, færum og grásleppu og má nefna að í apríl þá landaði Birta SH 71,5 tonn í 23 róðrum á grásleppu.

Arnþór EA 37 á að vera í sæti númer 17 með 80,3 tonna afla í 26 róðrum á netum og Grásleppu, hinir bátarnir fara þá niður hver
um eitt sæti hver bátur

Könnun.

Í Könnun ársins var spurt,  hvaða bátur að 8 BT verður aflahæstur árið 2021?.

og já þið höfðuð greinilega góða tilfinningu fyrir Birtu SH því að 48% giskuðu á að Birta SH yrði aflahæstur,

þar á eftir var að 18% að Auður HU yrði aflahæstur

14% að Þorbjörg ÞH yrði aflahæstur

og 13% að Helga Sæm ÞH yrði aflahæstur.

Það má geta þess að Helga Sæm ÞH var eini báturinn á þessum topplista sem stundaði þorsknetaveiðar  auk grásleppunar, 

því hinir voru svo til allir á færum.


Birta SH mynd Magnús Jónsson






Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli Veiðarfæri
40 6918 Dóra HU 225 56.7 63 0.9 Færi
39 7433 Sindri BA 24 57.6 66 0.87 Færi.Lína
38 7501 Alli gamli BA 88 57.9 62 0.93 Færi
37 2317 Bibbi Jónsson ÍS 65 58.5 23 2.54 Færi, Grásleppa
36 6583 Jón Bóndi BA 7 58.8 42 1.4 Færi, Grásleppa
35 6252 Bára NS 126 59.1 81 0.72 færi
34 7386 Margrét ÍS 202 61.7 25 2.46 Lína, Færi
33 2824 Skarphéðinn SU 3 62.2 49 1.26 Færi
32 7757 Hilmir SH 197 62.8 71 0.88 færi
31 2147 Natalia NS 90 63.2 58 1.08 Færi, Grásleppa
30 6868 Birtir SH 204 64.6 64 1.01 færi
29 1992 Elva Björg SI 84 66.5 79 0.84 Færi, Grásleppa
28 2620 Jaki EA 15 66.6 28 2.37 Færi, Grásleppa
27 2716 Doddi SH 223 66.9 57 1.17 Færi, Grásleppa
26 7453 Elfa HU 191 67.4 56 1.21 Færi, Grásleppa
25 7727 Hjörtur Stapi ÍS 124 69.9 83 0.842 færi
24 2342 Víkurröst VE 70 70.8 37 1.91 færi
23 6575 Garri BA 90 71.3 28 2.54 færi
22 7096 Kristleifur ST 82 71.8 67 1.07 Færi, Grásleppa
21 6857 Sæfari BA 110 73.7 52 1.41 Færi, Grásleppa
20 6443 Steinunn ÁR 34 75.3 69 1.09 færi
19 2358 Guðborg NS 6 75.9 59 1.28 Færi, Grásleppa
18 7104 Már SU 145 78.6 77 1.02 færi
17 7382 Sóley ÞH 28 79.2 71 1.11 Færi, Grásleppa
16 6919 Sigrún EA 52 80.6 105 0.76 færi
15 2477 Vinur SH 34 80.9 68 1.18 færi
14 2461 Kristín ÞH 15 81.8 72 1.13 Færi, Grásleppa
13 2809 Kári III SH 219 82.2 41 2.01 færi
12 2671 Ásþór RE 395 83.2 79 1.05 Lína, Færi
11 6301 Stormur BA 500 84.2 39 2.15 Færi, Grásleppa
10 7515 Friðborg SH 161 84.6 51 1.65 Færi, Grásleppa
9 6702 Björt SH 202 85.2 21 4.05 Grásleppa
8 2499 Straumnes ÍS 240 89.2 93 0.95 lína, Færi
7 2625 Eyrarröst ÍS 201 89.9 76 1.18 lína, Færi
6 2370 Sigrún Hrönn ÞH 36 94.7 49 1.93 Færi, Grásleppa
5 2441 Kristborg SH 108 96.1 66 1.45 lína, Færi
4 2588 Þorbjörg ÞH 25 105.4 66 1.59 Færi, Grásleppa
3 2494 Helga Sæm ÞH 70 113.7 77 1.47 Net, Grásleppa
2 7413 Auður HU 94 130.3 83 1.56 lína, Færi
1 7420 Birta SH 203 185.6 100 1.85 Færi, Grásleppa,Lína