Aflahæstu Dragnótabátarnir árið 2019

Árið 2019 var nokkuð gott hjá dragnótabátunum ,


alls lönduðu þeir um 31 þúsund tonna afla og eru um 40 bátar á skrá,

Reyndar var Tjálfi SU smábáturinn líka að hluta á Dragnótaveiðum frá Djúpavogi og er hann minnsti dragnótabáturinn á landinu,

Hérna að neðan má sjá listann yfir aflann hjá bátunum og voru alls 10 þeirra sem yfir eitt þúsund tonn  náðu

reyndar eru nokkrir bátar þarna sem voru líka á öðrum veiðum.  

t.d Magnús SH,  Ólafur Bjarnason SH og SAxhamar SH sem allir voru líka á netum,

Fróði II ÁR var á trolli og humri, enn fór á dragnótina um haustið 2019.

Nesfisksbátarnir áttu ansi gott ár því allir bátarnir þeirra náðu inn á topp 5.Ykkar skoðun

 þið höfðuð rétt fyrir ykkur því 40% giskuðu á að Hásteinn ÁR yrði aflahæstur.  þar á eftir kom Steinunn SH með 31% og Sigurfari GK  með 14 %.

Þið voruð líka spurð af því hvaða bátur réri oftast,

flestir giskuðu á Sigga Bjarna GK eða 40 %, þar á eftir Ásdís ÍS með 31% og síðan Onni HU 15 %.

Ásdís ÍS var sá bátur sem oftast réri eða 171 róður, þar á eftir kom Benni Sæm GK með 163 róðra

Bátaflækjur

Rétt er að taka fram að aflinn hjá Sigurfara GK er samanlagður afli bæði af gamla og nýja Sigurfara GK,

sama á við um Jóhönnu ÁR en það er samanlagður afli af Gamla og nýja bátnum,

Reyndar má benda á að Hvanney SF sem er þarna á listanum er nýi Sigurfari GK, og á þann bát komu um 1100 tonn sem er samanlagður afli af 

Hvanney SF og Sigurfara GK


Aflahæsti dragnóbáturinn var Hásteinn ÁR en það má geta þess að hann réri ekkert í desember,Hásteinn ÁR mynd Grétar Þorgeirsson


Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
38 Ragnar Þorsteinsson ÍS 121 68.6 19 3.6
37 Njáll ÓF 275 159.5 36 4.4
36 Páll Helgi ÍS 142 187.3 63 2.9
35 Harpa HU 4 209.7 41 5.1
34 Sæbjörg EA 184 238.5 43 5.5
33 Grímsey ST 2 277.3 46 6.1
32 Fróði II ÁR 38 300.4 12 25.1
31 Haförn ÞH 26 311.6 51 6.1
30 Reginn ÁR 228 339.8 69 4.9
29 Jóhanna ÁR 206 425.2 52 8.2
28 Hafrún HU 12 467.9 62 7.5
27 Leynir SH 120 552.9 50 11.1
26 Maggý VE 108 626.6 86 7.3
25 Hafborg EA 152 666.5 57 11.7
24 Onni HU 36 669.9 124 5.4
23 Geir ÞH 150 673.3 71 9.5
22 Sveinbjörn Jakobsson SH 10 680.1 89 7.6
21 Ólafur Bjarnason SH 137 708.5 96 7.3
20 Ísey ÁR 11 723.3 78 9.2
19 Matthías SH 21 741.1 81 9.1
18 Gunnar Bjarnason SH 122 786.7 105 7.4
17 Guðmundur Jensson SH 717 827.1 93 8.8
16 Finnbjörn ÍS 68 836.1 103 8.1
15 Hvanney SF 51 850.7 26 32.7
14 Þorlákur ÍS 15 927.3 97 9.5
13 Saxhamar SH 50 927.6 81 11.4
12 Aðalbjörg RE 5 966.3 128 7.5
11 Esjar SH 75 992.9 107 9.2
10 Magnús SH 205 1006.1 83 12.1
9 Rifsari SH 70 1051.5 94 11.1
8 Egill SH 195 1103.4 107 10.3
7 Egill ÍS 77 1327.8 122 10.9
6 Ásdís ÍS 2 1449.7 171 8.7
5 Steinunn SH 167 1640.5 116 14.1
4 Benni Sæm GK 26 1663.1 163 10.2
3 Sigurfari GK 138 1780.7 141 12.6
2 Siggi Bjarna GK 5 1862.8 159 11.7
1 Hásteinn ÁR 8 1877.2 74 25.3