Aflahæstu dragnótabátarnir árið 2025
Það má segja að árið 2025 hafi verið nokkuð gott
fyrir dragnótabátanna, og það urðu nokkrar breytingar á bátunum
alls eru það 35 nöfn á bátum sem réru árið 2025, en á bakvið þessi 25 nöfn eru 33 bátar
því að bátur með sknr 741 byrjaði árið sem Grímsey ST, en endaði árið sem Auðbjörg HF
Bátur með sknr 2323 byrjaði árið sem Hafdís SK, en endaði árið sem Grímsey ST.
það voru nokkrir bátar sem juku afla sinn töluvert á milli ára
en enginn bátur jók afla sinn eins mikið og Sigurfari GK
árið 2024 þá var Sigurfari GK með 1048 tonna afla en árið 2025 með 1905 tonna afla
og er þetta aukning uppá 857 tonn á milli ára
Sömuleiðis þá var mikil aukning hjá Aðalbjörgu RE , því að aflinn hjá bátnum jókst
um 376 tonn á milli ára.
í heildina þá var heildarafli dragnótabátanna rúmlega 37 þúsund tonn
og 18 bátar náðu yfir eitt þúsund tonna afla, sem er einum báti fleiri en árið 2024
Reyndar er rétt að hafa í huga að það eru tveir bátar eða réttara sagt tvö bátsnöfn sem voru með tvo báta á bakvið
Grímsey ST var bæði með 741 og 2323 og samanlagður afli þeirra er 396 tonn
og síðan er Hafdís SK sem var með 2323 og 2462, og samanlagður afli þeirra er
1939 tonn, sem hefði sett Hafdísi SK í þriðja sætið yfir aflahæstu dragnótabátanna árið 2025
á toppnum var alveg nýr bátur sem lenti reyndar í því tvisvar að vera dreginn í land bilaður
en það kom ekki að sök því að Hildur SH var eini báturinn sem komst yfir tvö þúsund tonna afla
og endaði aflahæstur dragnótabátanna árið 2025
og var að auki með næst hæsta meðalaflann
Hásteinn ÁR var með mestan meðalafla bátanna, 26 tonn.

Hildur SH mynd Gísli Reynisson
| Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
| 35 | 741 | Grímsey ST 2 | 21.3 | 7 | 3.1 |
| 34 | 741 | Auðbjörg HF - 97 | 126.2 | 34 | 3.7 |
| 33 | 2047 | Sæbjörg EA 184 | 167.9 | 68 | 2.5 |
| 32 | 1575 | Silfurborg SU 22 | 234.0 | 29 | 8.1 |
| 31 | 1102 | Reginn ÁR 228 | 330.4 | 57 | 5.8 |
| 30 | 530 | Hafrún HU 12 | 337.9 | 43 | 7.9 |
| 29 | 1126 | Harpa HU 4 | 366.2 | 66 | 5.5 |
| 28 | 2323 | Grímsey ST - 2 | 375.7 | 47 | 7.9 |
| 27 | 2463 | Matthías SH 21 | 500.3 | 48 | 10.4 |
| 26 | 1458 | Margrét GK 27 | 563.8 | 98 | 5.7 |
| 25 | 1321 | Guðmundur Jensson SH 717 | 602.0 | 63 | 9.6 |
| 24 | 1054 | Sveinbjörn Jakobsson SH 10 | 639.7 | 60 | 10.6 |
| 23 | 2323 | Hafdís SK 4 | 707.2 | 74 | 9.6 |
| 22 | 1246 | Egill SH 195 | 764.2 | 73 | 10.5 |
| 21 | 2446 | Þorlákur ÍS 15 | 897.5 | 100 | 8.9 |
| 20 | 1855 | Maggý VE 108 | 929.4 | 88 | 10.6 |
| 19 | 1856 | Rifsari SH 70 | 974.4 | 93 | 10.5 |
| 18 | 2430 | Benni Sæm GK 26 | 1022.8 | 103 | 9.9 |
| 17 | 2454 | Siggi Bjarna GK 5 | 1107.7 | 115 | 9.6 |
| 16 | 1304 | Ólafur Bjarnarson SH 137 | 1189.4 | 86 | 13.8 |
| 15 | 2462 | Hafdís SK - 4 | 1232.2 | 93 | 13.2 |
| 14 | 1434 | Stapafell SH 26 | 1238.6 | 124 | 9.9 |
| 13 | 1755 | Aðalbjörg RE 5 | 1360.5 | 141 | 9.6 |
| 12 | 2330 | Esjar SH 75 | 1399.3 | 134 | 10.4 |
| 11 | 1343 | Magnús SH 205 | 1558.9 | 115 | 13.6 |
| 10 | 1751 | Hásteinn ÁR 8 | 1606.0 | 61 | 26.3 |
| 9 | 2408 | Geir ÞH 150 | 1629.9 | 124 | 13.2 |
| 8 | 2940 | Hafborg EA 152 | 1712.8 | 111 | 15.4 |
| 7 | 1028 | Saxhamar SH 50 | 1736.7 | 116 | 14.9 |
| 6 | 2340 | Egill ÍS 77 | 1740.5 | 146 | 11.9 |
| 5 | 1134 | Steinunn SH 167 | 1774.2 | 108 | 16.4 |
| 4 | 2965 | Bárður SH 81 | 1778.9 | 106 | 16.8 |
| 3 | 2403 | Sigurfari GK 138 | 1906.4 | 118 | 16.1 |
| 2 | 2313 | Ásdís ÍS 2 | 1995.0 | 183 | 10.9 |
| 1 | 3047 | Hildur SH 777 | 2552.1 | 115 | 22.2 |