Aflahæstu netabátar án grálúðu árið 2020

Þá eru það netabátarnir sem voru ekki á grálúðuveiðum,


enn á þessum lista voru aðeins 3 bátar sem fóru á grálúðuveiðar. Erling KE,  Kap II VE og Þórsnes SHJ

Reyndar þá landaði Björn EA smá af grálúðu og er sá afli inni í þessum tölum

Árið 2020 var ansi skrýtið sérstaklega fyrir útgerðina hjá Hólmgrími 

enn Netabátur númer eitt á Íslandi,  Grímsnes GK varð fyrir mjög alvarlegri vélarbilun í janúar og var frá veiðum í hátt í 

5 mánuði eða þangað til að báturinn komst á veiðar í ágúst og aflinn hjá bátnum er að mestu tekinn um haustið 2020, en þá var báturinn 

á veiðum á ufsa og gekk ansi vel

Þegar að Grímsnes GK bilaði þá var Langanes GK sett í gang og var sá bátur að mestu gerður út allt árið og var  um haustið líka 

á ufsanum eins og Grímsnes gK.  

Eins og sést þá voru 2 bátar sem fóru í yfir 200 landanir og báðir bátarnir voru í eigu Hólmgríms.  Halldór Afi GK og 

Maron GK sem átti ansi gott ár þar sem aflinn hjá bátnum fór í um 1200 tonn.

Bátarnir á vegum Hólmgrími lönduðu alls um 4800 tonnum og eru þá Hraunsvík GK og Þorsteinn ÞH inní því,

9 bátar lönduðu yfir 1000 tonnum og miklir yfirburðir sem að Bárður SH nýi var með, enn hann var langaflahæstur árið 2020

 Ykkar skoðun

Fyrst var spurt um þetta sama og hérna , afla netabáta án grálúðu og jú þið giskuðu réttt.  58% giskuðu 

á að Bárður SH yrði hæstur,

númer 2 var Þórsnes SH með 16%

Erling KE 15%

Langanes GK 11%

Kap II VE 9%








Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
50 2437 Hafbjörg ST 77 22.7 36 0.6
49 1925 Byr GK 59 24.7 35 0.7
48 1762 Von GK 175 25.5 18 1.4
47 1542 Finnur EA 245 30.2 46 0.6
46 2390 Hilmir ST 1 30.4 7 4.3
45 1876 Hafborg SK 54 35.7 27 1.3
44 1859 Sundhani ST 3 38.1 14 2.7
43 1642 Sigrún RE 303 63.3 29 2.2
42 1621 Guðrún GK 96 63.4 37 1.7
41 1834 Neisti HU 5 70.7 75 0.9
40 2018 Garpur RE 148 72.3 50 1.5
39 2661 Kristinn ÞH 163 74.1 20 3.7
38 1959 Simma ST 7 74.3 20 3.7
37 2737 Ebbi AK 37 80.4 26 3.1
36 7007 Gunnþór ÞH 75 85.3 42 2.1
35 1915 Tjálfi SU 63 87.6 34 2.6
34 2672 Halldór NS 302 88.1 30 2.9
33 1184 Dagrún HU 121 100.4 38 2.6
32 1887 Máni II ÁR 7 105.5 54 1.9
31 2641 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 145.8 54 2.7
30 1986 Ísak AK 67 158.4 62 2.6
29 2711 Særún EA 251 162.6 53 3.1
28 2793 Nanna Ósk II ÞH 133 167.8 42 3.9
27 2047 Sæbjörg EA 184 170.1 26 6.5
26 2655 Björn EA 220 206.1 37 5.5
25 2617 Bergvík GK 22 214.1 77 2.7
24 926 Þorsteinn ÞH 115 290.2 32 9.1
23 1081 Valþór GK 123 320.1 46 6.9
22 2705 Sæþór EA 101 374.9 123 3.1
21 1907 Hraunsvík GK 75 381.7 145 2.6
20 1434 Þorleifur EA 88 469.9 98 4.8
19 1102 Reginn ÁR 228 471.8 68 6.9
18 1523 Sunna Líf GK 61 482.1 153 3.1
17 1546 Halldór afi GK 222 543.9 208 2.6
16 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 573.9 61 9.4
15 2940 Hafborg EA 152 612.9 46 13.3
14 1304 Ólafur Bjarnason SH 137 705.5 66 10.6
13 2481 Bárður SH 811 Gamli 756.1 118 6.4
12 1343 Magnús SH 205 790.9 52 15.2
11 173 Sigurður Ólafsson SF 44 917.7 67 13.6
10 2408 Geir ÞH 150 933.2 95 9.8
9 89 Grímsnes GK 555 987.5 67 14.7
8 1752 Brynjólfur VE 3 1000.2 23 43.5
7 1028 Saxhamar SH 50 1032.9 54 19.1
6 363 Maron GK 522 1192.3 226 5.2
5 2936 Þórsnes SH 109 1242.5 21 59.1
4 1062 Kap II VE 7 1354.4 33 41.1
3 233 Erling KE 140 1406.6 80 17.5
2 1202 Langanes GK 525 1414.2 133 10.6
1 2965 Bárður SH 81 NÝI 2426.1 114 21.2


Bárður SH mynd Guðmundur St Valdimarsson