Aflahæstu netabátarnir ( millistærð) í október 1996.


Núna árið 2023, þá er vægast sagt mjög lítið um að vera gagnvart þeim bátum sem eru á netaveiðum 
mjög fáir bátar á netaveiðum,

hérna og í næstu frétt þá ætla ég að birta lista yfir netabátanna í október árið 1996

hérna að neðan sjáum við netabáta sem voru sirka frá stærðinni 25 tonn og að 100 tonnum.  
einhverjir bátar stærri enn 100 tonn, t.d Krossey SF og María Júlía BA,

við getum kanski orðað þetta líka þannig að stóru netabátarnir séu ekki hérna
og ekki heldur minni bátarnir, og því skulum við kalla þennan lista

Millistærð af bátum.

í heildina þá voru hátt í 100 bátar á netaveiðum í október árið 1996, og á þessum lista þá voru 
voru 8 bátar í Sandgerði
næst á eftir kom Þorlákshöfn  með 7 báta
Vestmanneyjar með 5 báta


7 bátar voru með yfir 60 tonn afla og kemur kanski ekki á óvart að á topp 2 eru bátar sem voru á þessum tíma
mjög miklir og þekktir netabátar.  Ósk KE sem heitir Maron GK árið 2023 sem var í öðru sætinu

og Ársæll Sigurðsson HF sem átti ansi góðan októbermánuð með um 81 tonna afla,
Báturinn byrjaði í Hafnarfirði fyrstu 10 róðrana í Hafnarfirði , færði sig síðan til Sandgerði og kláraði október þar


Ársæll Sigurðsson HF mynd Guðmundur St Valdimarsson


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
27 626 Valdimar AK 15 6.5 10 1.9 Akranes
26 1631 Vörðufell GK 205 6.9 3 3.2 Þorlákshöfn
25 467 Sverrir Bjarnsfinns ÁR 110 8.3 2 4.9 Þorlákshöfn
24 1428 Dagný ÍS 34 9.1 9 2.1 Ísafjörður
23 1414 Gulltoppur ÁR 321 13.4 7 3.2 Þorlákshöfn
22 573 Hólmsteinn GK 20 22.3 16 4.5 Sandgerði
21 1315 Eyrún ÁR 66 23.3 12 5.9 Þorlákshöfn
20 163 Sæberg ÁR 20 25.1 8 5.2 Þorlákshöfn
19 1082 Skúli Fógeti VE 185 26.2 12 4.9 Vestmannaeyjar
18 1254 Arnar RE 400 27.9 17 3.5 Þorlákshöfn
17 297 Surtsey VE 123 30.3 7 8.9 Vestmannaeyjar
16 918 Hrauney VE 41 31.0 6 12.8 Vestmannaeyjar
15 244 Krossey SF 26 34.2 4 14.3 Hornafjörður
14 2101 Magnús SH 205 41.0 20 5.3 Rif
13 464 Narfi VE 108 42.6 11 8.3 Vestmannaeyjar
12 490 Gullborg VE 38 47.3 16 4.3 Vestmannaeyjar
11 1231 Þorkell Árnasson GK 20 47.5 16 6.8 Sandgerði
10 472 Haftindur HF 123 48.9 15 6.8 Sandgerði
9 1068 Sæmundur HF 85 50.0 20 5.5 Hafnarfjörður
8 500 Gunnar Hámundarsson GK 357 52.8 17 6.1 Keflavík
7 151 María Júlía BA 36 63.4 11 16.9 Tálknafjörður
6 923 Freyja GK 364 65.7 20 7.3 Sandgerði
5 450 Skúmur KE 122 66.2 23 9.5 Sandgerði
4 1371 Guðfinnur KE 19 66.7 21 7.8 Sandgerði
3 671 Haförn ÁR 115 69.0 18 10.5 Þorlákshöfn
2 363 Ósk KE 5 75.1 23 7.2 Sandgerði
1 1373 Ársæll Sigurðsson HF 80 81.3 21 9.7 Sandgerði, Hafnarfjörður