Aflahæstu togarnir árið 2023

Þá er komið að síðasta listanum yfir árið 2023


og hérna eru togarnir árið 2023

fyrir það fyrsta þá fækkaði skipunum um fjögur miðað við árið 2022

Brynjólfur VE,  Stefnir ÍS , Berglín GK og Klakkur ÍS voru allir á veiðum árið 2022, enn allir hurfu þeir í lok árs 2022 og voru ekkert 

á veiðum árið 2023

enginn nýr kominn inn í staðinn fyrir þessa togara

reyndar þá réri Múlaberg SI fram í september enn bilaði þá nokkur alvarlega og endalok togarans voru þau að hann hann endaði í brotajárni,

þrír togarar af þessum sem eru á þessum lista voru líka á rækjuveiðum og er sá afli meðtalinn í þessum tölum

en það voru Vestri BA,  Sóley Sigurjóns GK og Múlaberg SI.

Ef þið viljið þá getið þið skoðað listann eins og hann leit út árið 2022, getið skoðað hann HÉRNA

Stærsta sem maður tekur eftir er mikil aflaaukning hjá Páli Pálssyni ÍS enn hann jók afla sinn um hátt í 2500 tonn, og munar þar 

miklu um að Stefnir ÍS hætti veiðum og kvótinn af Stefni ÍS fór yfir á Pál Pálsson ÍS 

enn á toppnum þá voru fimm togarar sem náðu yfir 8 þúsund tonna afla

þar sem að Kaldbakur EA endaði aflahæstur og sá eini sem yfir 9 þúsund tonnin náði.


Sæti Sæti árið 2022 Sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
26 29 1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 37.3 8 4.6
25 28 2350 Árni Friðriksson RE 200 129.8 6 21.6
24 17 2732 Skinney SF 20 1315.7 19 69.2
23 22 1281 Múlaberg SI 22 1356.9 29 46.8
22 23 2025 Bylgja VE 75 1532.2 15 102.1
21 25 3030 Vestri BA 63 1616.1 33 48.9
20 20 1645 Jón á Hofi ÁR 42 2718.9 49 55.4
19 26 1578 Ottó N Þorláksson VE 5 3134.1 27 116.1
18 21 2731 Þórir SF 77 3205.4 41 78.1
17 19 2262 Sóley Sigurjóns GK 200 4044.5 41 98.6
16 14 2919 Sirrý ÍS 36 4330.6 51 84.9
15 11 1277 Ljósafell SU 70 4636.4 41 113.1
14 12 2401 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 5040.2 41 122.9
13 13 1661 Gullver NS 12 5079.2 50 101.5
12 15 2677 Jóhanna Gísladóttir GK 357 5157.0 61 84.5
11 10 1833 Málmey SK 1 5757.6 34 169.3
10 8 2893 Drangey SK 2 6242.8 38 164.2
9 9 2861 Breki VE 61 6622.4 43 154.1
8 7 1937 Björgvin EA 311 6634.1 45 147.4
7 16 2904 Páll Pálsson ÍS 102 6911.5 71 97.3
6 3 1868 Helga María RE 1 7172.1 53 135.3
5 2 2894 Björg EA 7 8517.2 47 181.2
4 5 2892 Björgúlfur EA 312 8569.0 47 182.3
3 1 2895 Viðey RE 50 8585.2 52 165.1
2 6 2890 Akurey AK 10 8739.6 53 164.9
1 4 2891 Kaldbakur EA 1 9177.4 49 187.3


Kaldbakur EA mynd Elvar Arnar Sigurðsson