Aflakóngarnir frá Raufarhöfn komnir á bát nr.2

Mars mánuður var eins og hefur komið ansi oft fram hérna á Aflafrettir


mest var um að vera á sunnanverðu landinu við Suðurnesin og Snæfellesin,

 Raufarhöfn
enn langt í burtu á Norðaustur  horni landsins er lítill bær sem var á sínum tíma einn af risabæjunum 

varðandi síldveiðar og verkun, og er þetta bærinn Raufarhöfn,

þar  núna í mars var mokveiði í netin , en bátarnir þaðan eru allt litlir bátar.

 Björn Hólmsteinsson ÞH
þó var þarna einn bátur sem bar af í afla og var það Björn Hólmsteinsson ÞH

þessi bátur náði t.d að komast í 18,6  tonn á einum degi sem þurfti að 2 landa  sama daginn

aflinn hjá bátnunm fór í um 98 tonn og endaði báturinn í 7 sætinu yfir aflahæstu báta að 21 bt í mars,

en áhöfnin á bátnum er núna kominn yfir á Kristinn ÞH og þeir byrja apríl ansi vel

Byrja á toppnum á öðrum báti
því á fyrsta listanum þá kemur í ljós að Kristinn ÞH er aflahæstur allra báta á landinu að 21 bt.

skipstjóri á báðum bátunum er Björn Þór Baldursson og eru alls 3 menn á bátnum,

áðstæða þess að þeir eru komnir yfir á Kristinn ÞH er sú að Kristinn ÞH var að koma úr smá yfirhalningu,

t.d botnmála, mála lest og dekk, yfirfara allskonar minni háttar hlut og svo var sett ný siglingartölva og dýptarmælir í Kristinn ÞH

Bátarnir þótt þeir séu ekki samskonar, því að Björn Hólmsteinsson ÞH er sómabátur og einn stærsti sómabátur landsins

enn Kristinn ÞH er Víkings bátur,  enn eru með jafnstóra lest og svipaða burðargetu.

þónokkur  kvóti er ennþá óveiddur á Kristinn ÞH og því má búast við að við munum sjá Kristinn ÞH ofarlega á listanum bátar að 21BT í apríl,

samtals er afli bátanna tveggja með sömu áhöfn kominn í um 150 tonn frá áramótum,


Björn Hólmsteinsson ÞH


Kristinn ÞH myndir Raufarhafnarhöfn.