Aflaminnkun í Netarallinu 2023 miðað við 2022

Unandarin um 30 ár eða svo þá hefur netarallið verið framkvæmt

og er það iðulega gert í hrygningarstoppinu ár hvert í apríl

Núna hafa flestir bátanna lokið veiðum í þessu ralli 

og því tóku Aflafrettir saman aflatölur um bátanna

Bátarnir voru sex sem skiptu á milli sín svæðum 

Hafborg EA var með langstærsta svæðið, því hann var með Húnaflóa í vestri , og alveg austur að þistilfirði við Þórshöfn

Magnús SH var með breiðarfjörðin

Saxhamar SH var með faxaflóann, Hvalfjörð og útaf Sandgerði að Reykjanesi

Þórsnes SH var með frá Reykjanesvita og að þrídröngum, og inn í þessu er selvogsbanki

Friðrik Sigursson ÁR var með frá Þridrögnum og að Skeiárárdjúpi

og Sigurður Ólafsson SF með Meðallandsbugt og að Hvítingum,

Aflalega séð þá var nokkuð minni afli núna árið 2023 í netarallinu enn árið 2022,

Árið 2022 þá var aflinn í netarallinu hjá þessum bátum alls 1432 tonn, enn núna árið 2023 þá var aflinn 1088 tonn,

minni afli var svo til á öllum svæðum nema hjá Friðriki Sigurðssyni ÁR sem jók afla sinn um 8 tonn á milli ára

ansi mikill munur var á aflanum hjá Sigurði Ólafssyni SF , því aflinn minnkaði um 112 tonn á milli ára í þessum tveimur netaröllum,


nú taka sérfræðingar Hafró við keflinu og reikna niðurstöður úr þessu og togararallinu, og verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera.  




Svæði Bátur Afli 2023 Afli 2022
Norðurland Hafborg EA 90.8 92.5
Breiðarfjörður Magnús SH 321.2 401.9
Faxaflói og útaf Sandgerði Saxhamar SH 200.1 252.7
Reykjanes að Þridröngum Þórsnes SH 218.5 324.1
Þrídranga að Skeiðarárdjúpi Friðrik Sigurðsson ÁR 154.5 146.3
Meðallandsbught að Hvítingum Sigurður Ólafsson SF 102.4 214.1


Saxhamar SH í Sandgerði, Mynd Gísli Reynisson