Aftur mokveiði hjá Otur II ÍS, núna aðeins 26 balar

Fyrir nokkrum dögum síðan þá var birt frétt um mokveiði hjá Otur II ÍS frá Bolungarvík



En steinbítsmokið hélt áfram hjá þeim á Otur II ÍS

núna í lok mars þá fóru þeir út með aðeins 26 bala, en eftir að hafa dregið aðeins 20 bala þá var báturinn orðinn 

kjaftfullur og í land fóru þeir og lönduðu 15,058 kg eða tæpum 15 tonnum.

þetta gerir 753 kíló á bala sem er mokveiði og ekkert annað.

Einar Hálfdáns ÍS dró þá 6 bala sem eftir voru í sjó og fengust á um 3,8 tonn eða 633 kíló á bala

Samtals gerði því þessi 26 bala róður um 18,8 tonn eða 725 kíló á bala

Það er nú ekki oft sem það gerist að línubátur nái yfir 700 kíló afla á bala en í þessu tilviki hjá Otur II ÍS þá voru 

þeir með 450 króka í bala.  



Otur II ÍS mynd Matthías Sveinsson