Áhöfn Steinunnar HF í hættu á heimleið

25.nóvember 2020.  fyrsta svo til alvöru lægðin að ganga á land


Margir bátar
í Sandgerði fóru um 20 bátar á sjó seint um kvöldið 24.nóvember og um nóttina .

allir bátarnir komu til Sandgerðis á bilinu eitt til rúmlega klukkan 4 um daginn.  

Aflafrettir voru í Sandgerði og í samtali við sjómenn þar þá voru menn komnir með áhyggjur af einum báti

því hún átti eftir að draga nokkuð af línu og vitlaust veður var að skella á.  

 Steinunn HF 
einn af þeim bátum sem fór á sjóinn var Steinunn HF.  Hún fór á sjóinn kl 3 um nóttina, enn þegar leið á daginn

þá var áhöfnin orðin langseinastir í að draga línuna því að þeir lentu í smá brasi. 

Þegar þeir loksins náðu að draga alla línuna þá var veður byrjað að versna mjög mikið.  

Planið að fara til Hafnarfjarðar

Planið var að fara til Hafnarfjarðar og var lagt af stað um kl 1600 á heimleið.  þegar komið var við Garðskaga um klukkan 1700

þá var veður orðið það slæmt að útilokað var að fara til Hafnarfjarðar og var því tekinn ákvörðun að sigla til Keflavíkur,

þá var veður orðið mjög slæmt, vindur að suð austri og hviðurnar að slá í meira enn 26 til 30 ,metra á sekúndu

sömuleiðis var ölduhæðin orðin ansi mikil,

Öll áhöfn í brúnni

Öll áhöfnin bjó sig um í brúnni og voru 2 bakborðsmeginn og 2 stjórnsborðsmeginn í brúnni á bátnum.   

 Allir voru með flotgalla við höndina tilbúnir ef eitthvað myndi gerast

Mikið gekk á við heimleiðina og brotin gengu yfir bátinn.  það bjargaði miklu að fremst á stefni Steinunnar HF er öldubrjótur og hann 

og hann gerði það að verkum að aldan náði ekki að skella á brúnni.  enn þó náði eitt brotið að brjóta inn mið rúðuna í bátnum 

og fór að leka þar inn, sömuleiðis þá fór að leka inn um topplúguna inn í lúkarinn..  Miðrúðan brotnaði þó ekki. 

Neðst má t.d sjá mynd af trakkinu á Steinunni HF en mikið gekk á og leiðin aldeilis ekki bein. 

 yfir 3 klukkustunda barátta 

Siglinginn frá Garðskaga og inn í Keflavík tók um 3 og hálfan tíma og var meðalhraðinn um 3 til 4 sjómílur alla þessa leið,

einn skipverja sem Aflafrettir töluðu við sagði að þeim hafi ekki litist á blikuna og voru um tíma alls óvissir um að þeir myndu ná landi.

en sem betur fer þá tókst þeim að komast í höfn og um borð voru 9 tonn af fiski.

og var auðséð á áhöfn bátsins að þeir voru fengir að hafa náð landi í þessum snarvitlausa veðri,

Myndband var tekið eftirað þeir komu til Keflavíkur og hægt








Myndir Gísli Reynisson 


Trakkið af Steinunni HF og eins og sést þá gekk mikið á því leiðin er svo sannarlega ekki bein.